Foreldrablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 16
lýsingu, er ekki um hreinan hjálpar-
bekk að ræða, heldur er slengt saman
ýmsum afbrigðum, sem í dag eru flokk-
uð eftir sinni tegund og njóta kennslu
samkvæmt því.
Á heimildum frá 1884 sést, að hjálp-
arbekkir í Þýzkalandi hafa tviþættu
hlutverki að gegna. 1 fyrsta lagi að
veita vanræktmn og treggreindum
hörnnm þá kunnáttu í móðurmáli,
reikningi og kristinfræði, að hægt sé
að flytja þau í venjulegar deildir skól-
ans. í öðru lagi að kenna þeim böm-
um, sem ver eru á vegi stödd, svo mik-
ið, að þau verði fær um að sjá um
framfæri sitt sjálf.
Þjóðverjar tóku á þessum málum
með þeirri festu, sem þeim er eiginleg
um flesta hluti. Rætt var og ritað um,
hvernig þessi kennsla kæmi að sem
beztum notum og yrði skynsamlegast
framkvæmd. Sem dæmi þessu til sönn-
unar má nefna bókarkom eftir Hein-
rich Emst Stötzner, „Schulen fur
schwachbefahige Kinder“, gefið út 1864
í Leipzig og Heidelberg. Þar segir svo
meðal annars:
„Það er hópur hama í skólunum á
meðal venjulegra nemenda, sem em á
gáfnalegu millistigi milli „normal“
harna og fávita. Þau eiga hvorki heima
á fávitahælum né í venjulegum skól-
um. í öllum stærri bæjum þarf að
koma upp skólum fyrir þessi börn, sem
gera þau að nýtum borgumm, að öðr-
um kosti verða þau samfélaginu til
byrði.“
Seinna skrifar Stötzner: „Það eiga
að vera 12—15 böm í deild. Kennslan
skal bundin því sýnilega og skoðanlega,
handfjöllun og hægri yfirferð, og um-
fram allt engri smámunasemi. En
gleði skal ríkja innan veggja skólans.
Þessi 100 ára uppeldisfræði er svo
14 foreldrablaðið
sígild — en hefur á hinn bóginn átt það
erfitt uppdráttar, að við gemm hana
að ósk okkar í dag.
Sem dæmi um þróun hjálparkennslu
í Þýzkalandi frá árinu 1894 til byrj-
unar fyrri heimsstyrjaldar, má nefna,
að í upphafi þessa timabils vom 110
hjálparbekkir í 20 borgum, en við
stríðsbyrjun voru þeir orðnir 1850 í
320 borgum. Á dögum Nazistanna
hnignaði þessari starfsemi mjög, en
síðan, að lokinni heimsstyrjöldinni síð-
ari, hefur verið unnið kappsamlega að
þessum málum hæði hvað skipulag og
skólabyggingar áhrærir og ennfremur,
að menntun starfskrafta til þess að
sinna þessum málum. Stefna Þjóðverja
er að koma á fót fleiri hjálparskólum.
1 Austur-Þýzkalandi er sömu sögu
að segja. Þar em sérskólar byggðir
fyrir böm, sem geta ekki fylgzt með
kennslu í almennum bamaskólum, og
er sérstök námsskrá látin gilda fyrir
þau. Þar er leitazt við að ala þau upp
til ábyrgðar gagnvart sjálfum sér og
þjóðfélaginu, eða með öðmm orðum að
gera þau nýta borgara. Þessi böm jafnt
og önnur eru einn dag í viku úti á
vinnustöðunum og fræðast þar um
framleiðslu þjóðarinnar og taka þátt í
henni, enda eru sumir vinnustaðir
þannig byggðir upp, að þeir geti tekið
á móti börnum og unglingum og leið-
beint þeim um störf við framleiðsluna.
Austur-þýzkir skólamenn telja, að sam-
bandið milli skólanna og vinnustaðanna
sé mjög þýðingarmikið í eppeldi bam-
anna og gefi góða raun.
Finnar stofnuðu sinn fyrsta hjálp-
arbekk 1895 í Helsingfors, en sú til-
raun mistókst. Árið 1901 vom síðan
stofnaðir hjálparbekkir í Ábo, og síðan
hefur verið gróska í þessum málum
þar. 20 ámm síðar eða 1921 er þessi