Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 7
FRA YFIRSKOLATANNLÆKNINUM
Kæru foreldrar.
Á síðast liðnu hausti hófust skóla-
tannlækningar aftur í Barnaskólum
Reykjavíkurborgar. í tilefni af þessu,
langar mig til þess að benda á eftir-
farandi:
Fyrir heilsu okkar skiptir miklu máli,
að tennurnar séu góðar, svo að við get-
um tuggið matinn, en því miður virðist
það ekki vera öllum ljóst, hve miklu
hlutverki tennurnar gegna í líkamlegri
heilbrigði okkar. Allir vita, að góð melt-
ing er grundvallaratriði góðrar heilsu,
og ekki sízt, þegar börn eiga í hlut, en
meltingin byggist mikið á því, hvernig
við tyggjum matinn, og við getum ekki
tuggið hann vel, nema tennurnar séu
heilar og nægilega margar.
Hvað er helzt hægt að gera til þess
að fá sterkar og fallegar tennur? Fyrst
og fremst er mjög mikilsvert, að öll
nauðsynleg efni séu í matnum, sem borð-
aður er, og sérstaklega á þeim árum,
sem tennurnar myndast, vaxa og þrosk-
ast, það er að segja frá 3. mánuði fóst-
urlífsins til 17—18 ára aldurs. Kalkefni
og ýmis önnur steinefni má alls ekki
vanta á þessu tímabili, ekki heldur D-
vítamin. Margvíslegar rannsóknir hafa
líka leitt í ljós, að það, hvemig við hirð-
um tennurnar, getur oft haft úrslitaþýð-
ingu fyrir endingu þeirra og gæði. Tönn,
sem alltaf er hrein, slcemmist aldrei.
Til þess að hirðing tannanna geti orð-
ið sem allra bezt, skiptir miklu máli að
borða mat, sem hreinsar tennurnar um
leið og við tyggjum, það er að segja
frekar harðan mat. Þess konar fæði gef-
ur tönnunum nóg að starfa. Blóðrásin,
bæði í tennur og tannhold, örvast við
áreynsluna, og styrkist hvort tveggja þar
af leiðandi. Ef við tyggjum vel, eins og
við nauðsynlega þurfum alltaf að gera,
tyggjum við hvern matarbita 20—25
sinnum, þá eykst líka munnvatnsmagnið
talsvert, og af því leiðir, að sú sýra, sem
orsakar tannskemmdir, og sem alltaf er
til meira eða minna magn af í munni
okkar, þynnist mikið og getur þess vegna
ekki gert nærri því eins mikinn skaða.
Við skiljum strax af þessu, að það- er
ekki gott tannanna vegna að borða t. d.
sætt brauð og mjúkt, tertur og því um
líkt. Bæði hreinsar slík fæða ekki tenn-
urnar, heldur þvert á móti, og svo eykst
ekki munnvatnið neitt, vegna þess að við
þurfum ekki að tyggja nema mjög lítið.
Ekki tel ég það algerlega rétt að neita
börnum um slíkan mat, en til þess að
fyrirbyggja, að minnsta kosti að miklu
leyti, skaða af þess konar matartegund-
um, er gott að láta þau naga epli, gul-
rót eða gulrófubita strax á eftir. Eins
er gott að bursta og skola tennurnar
vel að hverri máltíð lokinni.
FORELDRABLAÐIÐ 5