Foreldrablaðið - 01.01.1968, Page 40

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Page 40
Fyrir þrjátíu árum Framhald af bls. 12 un. Ekki orðakunnátta, heldur geta í verki. ---------Nýju skólastefnunni er það ljóst, að börnin eru verur í sköpun, mótun, vexti, að þau búa yfir miklum hæfileikum, óljósum og blundandi, og þessa hæfileika þarf að finna, vekja og veita þeim tækifæri og hvöt til stæl- ingar. Hlutverk skólastarfsins er líkt og hliðstætt þeim æfingum, sem íþrótta- maður iðkar til að verða fær í íþrótt sinni. Við æfinguna stælast vöðvar hans, og hann æfist í að beita réttum vöðvum til hverrar hreyfingar, en með því nær hann valdi yfir líkama sínum og eykur afkastagetu hans. Slíkar æfingar fyrir anda og líkama nemandans og alls hæfi- leika hans telur nýja skólastefnan skóla- starfið eiga að vera. Af því leiðir, að nemandinn verður sjálfur að vera að verki en ekki aðgerðalítill viðtakandi þess, sem í hann er troðið. íþróttamað- urinn stælist ekki af því að heyra um íþróttatækni né að sjá hana, heldur af því, sem hann gerir sjálfur — sjálfri áreynslunni Nýja skólastefnan leitast við að veita nemendum sem fjölþættust tækifæri til starfs í skólanum. Hún vill láta huga og hönd vinna saman að því að brjóta til mergjar viðfangsefnin í tilverunni kringum barnið. Nýju skólarnir láta börnin fá efni til rannsóknar, og þá gjarna efni, sem draga að sér hugi þeirra og áhuga. Börnin fá að nota bæk- ur og önnur tæki til rannsóknarinnar. Og ávöxtur rannsóknarinnar kemur sýni- lega í ljós í teikningum, ýmiss konar handavinnu og rituðu máli, sem börnin afkasta. Börnin eru þarna að verki, sem hefur tilgang og takmark í sjálfu sér eins og hvert annað starf. Þau njóta vinnugleði, áhuga og sköpunargleði við að framleiða sýnilega hluti. Þeim festist ósjálfrátt í minni það, sem minninu þykir vert að geyma og gerist í eðlilegu hversdagslífi, og er að því leyti engu glatað af kostum lexíunámsíns. En þau fá að auki amn- ingu og leikni í að leita og finna, rann- saka og vinna, vega og meta staðreyndir, greina aðalatriði frá aukaatriðum, nota bækur og beita kunnáttu sinni í lestri, skrift og reikningi í lifandi lífi. Slík leikni er hverjum nútímamanni megin- nauðsyn.“ — Um orðið „móðir“ leikur að vísu alltaf mikil og fögur birta. En um orðin „móðir mín“ andar ,,sá hlýi blær, sem til hjartans nær“, sem ekki er unnt að lýsa fyrir óviðkomandi mönnum, held- ur aðeins að finna í sjálfs sín sál, muna, geyrr.a og þakka. -----Hins vegar er mér að verða það æ ljósara, eftir því sem árin færast yfir, hvílík höfuðnauðsyn það er, bæði líkam- legri og andlegri heilsu og þroska, að eiga hljóðar stundir í einveru, næði og kyrrð. Það grær sjaldan mikið í stormi, og hraðinn er ekki einhlítur til þess að ná settu marki. Og í hávaðanum og glaumnum er maðurinn tíðum á hröð- um flótta frá sjálfum sér. Sveinn Víkingur: Myndir daganna I. RÁÐNING á myndagátu, bls. 27: Umferðaskólinn ungir vegfarendur. 38 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.