Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 10

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 10
JONAS PALSSON FÁEIN ORÐ UM LESTRARKENNSLU Lestrarkunnátta er undirstaða alls bóknáms, eða svo hefur verið talið til þessa. Hugsanlega verður hún ekki eins skilyrðislaus nauðsyn á komandi tím- um og hún er talin í dag meðal mennt- aðra þjóða. Vera má, að stórfelldar framfarir í fjölmiðlun þekkingar og tjáningar leysi bókina og táknmál hennar af hólmi að einhverju leyti. Enn mun þó nokkur tími líða, unz svo fer, ef nokkru sinni. Mikið hefur verið skrafað og skrifað um nám og kennslu, en þó langmest allra einstakra námsgreina um lestur. Deil- urnar hafa risið hátt og staðið lengi, hvort þessi aðferðin væri betri en hin, á hvaða aldri skyldi byrja lestrarkennslu, hvort foreldrar skyldu hjálpa til o. s. frv., o. s. frv. Og þrátt fyrir ótal rannsóknir hafa enn ekki fengizt ótvíræð svör við spurningum þessum, nema þá örfáum og að takmörkuðu leyti. Hér á eftir verður drepið á fáein atriði varðandi lestrarnám og að mestu með upptalningarsniði. Hvaö er lestur? Spurningin virðist kjánaleg. Við þykj- umst öll vita, hvað lestur sé, sem sé að þekkja rituð eða prentuð tákn, stafina. í því felst. leikni að nefna stafina eða hljóðin, kveða að orðum og þekkja síðan heil orð í einu augnkasti. Samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu myndi lestrarkunnátta vera fólgin í skynferl- inu og skynjun í þrengstu merkingu. Skilningur og túlkun lesefnis er, sam- kvæmt þessu, ekki hluti hins eiginlega lestraratferlis. Túlkun sé undirþáttur í hugsun. Fáir lestrarfræðingar myndu í dag fallast á þessa skilgreiningu, til þess er hún alltof einhliða og vélræn. Engu að síður gefur hún til kynna, hve lestrar- atferli er flókin athöfn, reynir á mörg skynfæri (sjón, heyrn og tilfinningu), samhæfingu skynhrifa frá mörgum skynfærum, og a. m. k. lágmarks skyn- túlkun miðtaugakerfis á táknum þessum og loks endurgjöf þeirra með talfærum, 8 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.