Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 8
Maturinn, sem flestir borða nú á dög- um, er þannig tilreiddur, að tennurnar verða alltaf meira eða minna óhreinar eftir að borðað er, og þá er tannburstinn bezta hjálpin, til þess að losna við matar- leifar og þá hættulegu sýru, sem í matar- leifunum myndast, ef þær fá að vera kyrrar í munninum, þó að það sé ekki lengur en nokkra klukkutíma. Gott er, að burstinn sé ekki mjög stór og ekki mjög þéttur. Aftur á móti þarf skaftið að vera þannig, að gott sé að halda í það. Bursta skal þannig: í efri góm frá tannholdinu og niður, í neðri góm frá tannholdinu og upp. Nauðsynlegt er að bursta tennurnar bæði að utanverðu, innanverðu og ofan á, en sérstaklega er það nauðsynlegt að bursta vel að utan- verðu, aftast. Hvað tannkrem varðar, er betra að nota þær tegundir, sem eru blandaðar með fluor. Foreldrar, hjálpið börnum ykkar og leiðbeinið þeim við að bursta tennurnar vel og rétt. Góð regla er að bursta tenn- urnar tvisvar á dag, á morgnana og kvöldin, rétt áður en börnin fara að sofa, en ennþá betri regla er að bursta tenn- urnar eftir hverja máltíð. Tannburstun er alveg eins nauðsynleg og þvottur og böðun. Á undan matnum þvoum við hend- urnar. Á eftir matnum burstum við tenn- urnar. Gott er að eiga tvo bursta, sem not- aðir eru til skiptis, svo að annar þeirra sé alltaf þurr. Starf skólatannlœknisins. Börn þurfa helzt að koma reglulega, tvisvar á árinu, til tannlæknis, frá 3-ára aldri, svo að hægt sé að fylgjast með og gera við barnatennurnar strax, ef þær byrja að skemmast. Skólatannlækn- irinn athugar fyrst og fremst fullorðins- tennurnar. Skemmdar -fúllorðinstennur er venjulega gert við með silfri. Undir erfiðum kringumstæðum er stundum lögð bráðabirgðafylling, sem seinna verð- ur skipt í varanlega fyllingu. I tannað- gerðum er líka innifalið tannhreinsun, penslun, burstun og skolun með fluor- upplausn. Eftir mjög nákvæmar og langvarandi rannsóknir, er það örugglega sannað, að þess konar meðferð með fluor minnkar tannskemmdir barna um allt að helming, ef meðferðin er endurtekin 3—4 sinnum á ári hverju. Heimilið þarf að hjálpa. Heimilin verða að reyna að sjá um, að börnin mæti í skólann með vel burst- aðar tennur. Á meðan börnin eru í skól- anum, er síður hægt að bursta tenn- urnar, þess vegna er það mjög æskilegt, að þau hafi með sér í nestinu epli, gul- rót eða gulrófubita, sem gott er að naga, eftir að brauðið er borðað. Ef í ljós kemur, að efnið í tönnum barns yðar, er ekki vel gott, þá er mjög áríðandi að gæta þess, að ekki sé borð- að mikið af mjúku, fínu brauði eða sætindum. Sérstaklega er slæmt, ef sæl- gæti er borðað milli mála. Aðeins ef komið er nógu snemma til tannlæknis, er venjulega auðvelt að gera við skemmda tönn, en munið, að við- gerð tönn, sama hvað vel er gert við hana, getur aldrei orðið sambærileg heilli og óskemmdri tönn. Þess vegna er þetta bæn okkar til ykkar foreldra: Reynið að hjálpa okkur, skólatannlæknunum, að Jcoma í veg fyrir, að tennurnar skemm- 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.