Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 22

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 22
LESEFNI FYRIR BDRNIN Draumur Dóru Dóra kom heim úr skólanum nokkru fyrir hádegi. Veður var heitt, enda kom- ið fram á sumar. Hún lagði frá sér skólatöskuna og flýtti sér inn í garð- inn. Þar átti hún sér uppáhaldsstað á grasflöt undir limríku eplatré. Þar var skuggsælt í heitu sólskininu. Gatan lá meðfram garðinum, og var auðvelt að sjá út á hana gegnum rimlagirðinguna. Dóra lagðist endilöng í grænt, svalt grasið og horfði ýmist upp í bláan him- ininn, á græna grasfletina, eða stóru, skuggsælu trén. Ekki hafði hún legið þarna lengi, þeg- ar hún heyrði létt fótatak eftir malbor- inni götunni fyrir utan. Lítil stúlka, fá- tæklega klædd, var þama á ferð og gekk hratt í steikjandi sólskininu. Hún bar tvær körfur, sína í hvorri hendi, og er hún kom að garðinum á móts við Dóru, setti hún þær niður til að hvíla sig að- eins. „Jetta“, kallaði Dóra, „hvert ertu að fara í þessum mikla hita? Komdu held- ur hingað inn í garðinn, þar er ekki eins heitt, og við getum leikið okkur dálitla stund. Ég skal undir eins opna hliðið“. „Nei, nei“, kallaði Jetta og bandaði frá sér með hendinni. „Þér skuluð bara vera þama áfram. Ég verð að flýta mér út að grjótnámunni með matinn handa pabba, hann hefur ekki tíma til að ganga heim til að borða“. Móðir Jettu var þvottakona og hafði oft þvegið á heimili Dóm, þess vegna hafði Jetta vanizt því, að þeirrar tíðar sið, að þéra Dóru og ávarpa hana fröken, þótt þær væru næst- um jafnaldra. „Nú“, sagði Dóra alveg hissa, „þá 20 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.