Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 31
málefnis og þeim árangri, sem þá hafði
náðst. Hann hafði þá látið gera kvik-
myndina Úr dagbók lífsins, sýnt hana
hér í Reykjavík, ferðast með hana um
Suövesturland og að nokkru um Suður-
land. Næsta sumar (1964) var farið um
Austurland og Norðurland til Eyja-
fjarðar. Var ég með Magnúsi á þessu
ferðalagi, og þótti mér það bæði fróð-
legt og skemmtilegt. Aðsókn að sýning-
unum var yfirleitt mjög góð, þótt auð-
vitað gæti út af brugðið, því að þetta
var um síldveiðitímann og fyrir kom, að
nýbúið var að landa síld til söltunar,
þegar okkur Magnús bar að garði. Gam-
an er þó að geta þess hér, að á einum
stað, þar sem svo stóð á, var söltun
frestað, þar til sýning var afstaðin. Sýnir
það óvenjulegan áhuga.
Mér varð það vel Ijóst í þessari ferð,
að Magnúsi tókst að vekja athygli fólks
og áhuga á mikilvægi málsins og um
leið löngun til þess að styrkja það. Kom
það m. a. fram í rausnarlegum gjöfum
inn á söfnunarbók þá, sem fylgt hefur
kvikmyndinni. En í þá bók rita þeir
nöfn sín, sem sérstaklega vilja styrkja
þessa starfsemi með fégjöfum, um leið
og þeir afhenda upphæð að eigin vild
(lágmark þó kr. 50). Ég hafði umsjón
með bókinni á þessu ferðalagi, og hafði
mikla ánægju af.
Næsta sumar var haldið áfram um
Norðurland vestanvert og Vestfirði.
Hafði Magnús þá ferðazt með myndina
um allt landið að kalla. En hann var nú
ekki alveg á því að leggja upp árarnar
og hætta róðrinum. Nú undirbjó hann
happdrætti. Vinningsnúmerin voru 200
að tölu, allt úrvalsteikningar og málverk
skólabarna og unglinga í Reykjavík.
Var það allt gefið með gleði, og vildu
Gísli og Arnþór.
gjarnan fleiri leggja fram sinn skerf,
en því miður var ekki hægt að taka við
öllu, sem fram var boðið. En þama var
æskan að vinna fyrir sjálfa sig. „Og það
var ánægjulegt", segir Magnús.
Tvö síðastliðin sumur hefur hann ferð-
ast um landið og haldið samkomur, þar
sem blindu tvíburarnir, Arnþór og Gísli
Helgasynir úr Vestmannaeyjum, léku á
hljóðfæri. En á þessum samkomum voru
happdrættismiðarnir seldir. Mun þetta
hafa orðið alldrjúg tekjulind.
Þannig er Magnús búinn að ferðast
tvisvar sinnum um landið til þess að
kynna áhugamál sitt og afla fjár til
þess. En ekki hefur alls verið getið.
Minningarkort og jólakort hefur hann
látið gera og selja, gjafalistar hafa ver-
ið sendir í skip og víðar.
Og enn er hafizt handa. Fyrir nokkru
byrjaði Magnús að sýna myndir úr
þorskastríðinu svo nefnda, en þar er átt
við viðureign íslenzku landhelgisgæzl-
unnar við brezka togara eftir að land-
helgin var stækkuð í 12 mílur. Garðar
Pálsson, skipherra, hefur tekið og lánað
þessar myndir, en Eiríkur Kristófers-
)
FORELDRABLAÐIÐ 29