Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 27

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Side 27
en kuldaskórnir voru merkilegir með sig og önzuðu varla. „Ósköp eruð þið fýlulegir“, sögðu stígvélin og brostu. „Líkar ykkur ekki félagsskapurinn ?“ Kuldaskórnir færðu sig fjær og sögðu kuldalega: „Við höfum aldrei séð annað eins skórusl og hér er saman komið. Við erum hér um bil nýkomnir úr verksmiðjunni.“ „Ja, hérna“, sögðu stígvélin. „Þessi skóvinnustofa er okkar annað heimili. Við erum notuð svo mikið, að alltaf er verið að gera við okkur.“ Eftir tvo daga var búið að gera við stígvélin og kuldaskóna líka. Fátæka konan kom strax og sótti stígvélin. Hún strauk þau utan og dáðist að viðgerðinni. „Bless, bless,“ kölluðu stígvélin til kuldaskónna. „Gætið ykkar að blotna ekki, þið gætuð fengið kvef.“ Kuldaskórnir svöruðu engu, en voru fegnir að losna við stígvélin og vonuðu, að Karólína kæmi sem fyrst að sækja þá, svo þeir losnuðu úr þessum ófína félagsskap. En tíminn leið — meira að segja margir mánuðir, og engin Karólína kom, til að sækja kuldaskóna. Kuldaskórnir voru nú ekki lengur montnir. Rykið lagðist þéttar á þá með degi hverjum, og þeir skildu nú, hve ömurlegt það var að vera einmana og öllum gleymdur. Einn daginn kom Guðrún inn með gúmmístígvélin til að láta gera við þau. Þau lentu aftur á hillunni við hliðina á kuldaskónum. „Nei, getur þetta verið? Eruð þið hér enn, og svona rykugir og illa haldnir?“ spurðu stígvélin. „Já, reyndar,“ svöruðu kuldaskórnir dapurlega. „Karólína hefur víst átt heldur mikið af skóm og ekki munað eftir okkur.“ Þessa daga, sem stígvélin voru í viðgerð, urðu þau vinir kuldaskónna. „Við vonum bara, að það FORELDRABLAÐIÐ 25

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.