Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 38

Foreldrablaðið - 01.01.1968, Blaðsíða 38
Þættirnir þrír Kafli úr óprentuðu erindi. Kennaraefni, sem býr sig undir starf sitt með því að stunda nám í Kennara- skóla Islands, les þar og lærir eitthvað í sálarfræði. Þetta er auðvitað mjög lítill lærdómur í svo yfirgripsmikilli fræði- grein, en þó betra veganesti en ekki neitt til þess leiðangurs, sem fyrir hönd- um er. Mig minnir, að þegar ég var í skóla, væri greining sálarlífsins í þrjá aðal- þætti ein grundvallarsetning þessarar námsgreinar. Ekki veit ég, hvort þar er einhver breyting orðin. Á síðustu tímum hefur margur viðurkenndur sannleikur reynzt vaitur í sessi. Ég hygg þó, að þessir hornsteinar séu enn stöðugir, en þeir eru: vitsmunalíf, iilfinningálif og viljalíf. Hver og einn kennari ætti að líta á það sem aðalhlutverk sitt að efla þessa þætti alla hjá sérhverjum nemanda sín- um, þá þroskast barnið eðlilega og æski- lega, og er það vænlegt til lífshamingju þess. En eigi kennarinn að vera fær um það, er honum nauðsyn á að hafa sjálf- ur öðlazt nokkurn og samræmdan þroska á þessum grundvallarsviðum sálarlífs- ins. Þama blasir vandinn við. Flestir kennarar eru um tvítugsaldur eða skammt þar yfir, er þeir hefja störf. Er hægt að búast við miklum andleg- um þroska og samræmdu sálarlífi hjá svo ungu fólki? Það væri til mikils mælzt, en þannig þyrfti það þó að vera. Mér kemur í hug lögmál keðjuverk- ana. Hugsum okkur, að við gætum nú í dag með einhverjum töfraráðum séð svo um, að allir barnakennarar, foreldr- ar og helzt allir þeir, sem taka þátt í uppeldi barna, hefðu allt í einu öðlazt slíkan samræmdan þroska, þá mundu börnin njóta þess og þroskast betur en ella. Þess mundi svo aftur gæta í upp- eldi næstu kynslóðar og þannig koll af kolli. En töfralyfin eru ekki fáanleg og töfraþulur, sem að gagni koma, kunna fáir. Við verðum að sætta okkur við, „þótt fetin nái skammt, ef áfram miðar samt“ — jafnvel að stundum sé stefnt öfuga leið. í þeim hluta heims, sem nefndur er Vesturlönd, hefur þáttur vitsins verið í mestum hávegum hafður um langt skeið. Skólarnir eru mótaðir á þeim grunni. Þeir eru því fyrst og fremst fræðslustofnanir, en ekki uppeldisstöðv- ar, nema að mjög litlu leyti. Má vel vera, að þessi stefna í skólamálum eigi nokk- urn þátt í mörgu því, sem áfátt þykir nú um andlegan þroska vaxandi kynslóðar. En nú skal vikið að öðru. Kennarastarfið er vandasamt, á því leikur enginn vafi, og það er einnig mikið ábyrgðarstarí. Ekki hafa allir þeir, sem búa sig undir það, köllun til þess. Þess er varla heldur að vænta, svo ungir sem menn eru, þegar þeir stíga fyrstu sporin á þeirri braut. Mörg sjón- armið önnur en löngun til starfs koma til greina. En fá þeir þá ekki í námi sínu þann undirbúning, sem þeim er nauðsynlegur? Nei, það fá þeir ekki. Kennaranámið er lítið annað en fræðsla 36 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.