Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 4
liæst. Ef æska alþýðustéttanna fengi t. d. und-
antekningarlaust notið fullkominnar menntun-
ar, mundi hún að sjálfsögðu snúast gegn því
þjóðfélagi, sem á öðrum sviðum kæmi í veg
fyrir jafnréttisaðstöðu hennar við æsku auð-
mannastéttarinnar. Slík fylking menntaðrar
æsku mundi ekki þola Jjær hömlur, sem stjórn-
arhættir peningavaldsins eru á þroska einstakl-
ingsins.
En er Jjá ekki öll menntun aljjýðunnar yfir-
stéttinni hættuleg? munu ýmsir spyrja. En Jjví
er til að svara, að svo lengi, sem peningamenn-
irnir ráða því í höfuðatriðum hvað kennt er í
skólunum og iiópurinn, sem „æðri“ menntunar
nýtur er takmarkaður við þeirra eigiu börn og
ekki stærri hóp af börnum alþýðunnar en svo,
að embætti þjóðfélagsins séu liæfilega mörg, er
enginn verulegur háski á ferðum. Þótt fáir ein-
staklingar úr alþýðustétt skipi opinber embætti,
treystir auðstéttin Jjví, samkvæmt reynslu, að
afkomuöryggi og áhrif samábyrgðarinnar, sem
í mörgum tilfellum skapast með þeim, sem vinna
að framkvæmdum ranglátra skipulagshátta,
slævi réttlætistilfinningu og baráttuþörf þeirra,
sém frá alþýðustéttinni koma.
★
Háskinn, sem frá menntuninni stafar, liggur
í hinu, að upp komi stór liópur menntaðra
manna, er sökum öryggisleysis um framtíðina
taka að glöggva sig á brestum og ranglæti Jjjóð-
félagsins. Og það er óttinn við slíka mennta-
menn og upplýsta stéttvísa alþýðu, sem jafnan
skín gegnum athafnir peningavaldsins í menn-
ingar- og menntamálum. Það er Jjessi ótti sem
stendur að baki tregðunnar um byggingu nýrra
skóla, og hans vegna Jjykir húsrúmið nóg í hundr-
að ára gömlum Menntaskóla Reykjavíkur. A
blómaskeiði íslenzku ljorgarastóttarinnar gætti
þessa ótta minna, enda skorti þá menntaða menn
í flest Jjau embætti, sem þróun framleiðsluhátt-
anna krafðist að stofnuð væru.
★
A hinn bóginn sér auðstéttin einnig nokkra
hættu í Jjví fó^gna að láta málefni æskulýðsim
lönd og leið. Einnig þar getur dulizt sá háski
að róttæk verkalýðshreyfing verði skóli hans og
sósíalisminn sú leið, sem hann velur. Þess
vegna hefur sú afstaða íhaldsins verið miög áber-
andi, einkum hin síðari ár, að látast skilja þarf-
ir æskulýðsins öllum betur, klökkna á hátíðleg-
um stundum, en spyrna síðan klaufum gegn
öllum kröfum æskunnar til bættra skilyrða. Þessi
leikur er oft svo vel á svið settur að naumast
verður greint hvar sökin liggur að ekkert þok-
ast. Allir mæla fagurt, Jiað eitt verður séð, að
allt stendur fast. Og það er ekki fyrr en íhaldið
er orðið þess vísara, að augu þeirra, sem trúað
iiafa á loförðin, eru tekin að beinast að klauf-
unum, sem móti spyrna, að spor eru stigin í
framfaraátt.
Átakanlegt dæmi þessa er, hversu gífurlega
fyrirhöfn Jjað hefur kostað að koma upp barna-
heimilum í Reykjavík. Hópur áhugamanna hef-
ur orðið að verja starfsorku fjölmargra ára,
jafnvel heillar ævi til Jjess að draga afturhalds-
öflin Jjann spöl að viðurkenna skyldur bæjarfé-
lagsins við börnin með Jjví að veita ákveðnar
fjárhæðir til barnaheimila. Og Jjað var ekki fyrr
en almenningur taldi slíkar stofnanir óhjá-
kvæmilegar, sem bæjaryfirvöldin fengust til
að leggja Jjeim lið. En þrátt fyrir það, þótt
miklu hafi verið orkað á þessu sviði, eru barna-
heimili Reykjavíkur alltof fá og sökum fjár-
skorts engan veginn búin þeim skilyrðum sem
nauðsynleg eru. Um æskulýðshöll, bókasöfn,
leikvanga og skóla ætla ég ekki að fjölyrða, en
Jjegar frá eru dregin Jjau merku spor, sem stig-
in voru af síðustu landstjórn í skólamálum
fyrir atbeina sósíalista, er leiðin mörkuð sömu
tregðu og ræktarleysi, sem einkennt hefur alla
framkomu íhaldsins við æskuna í landinu.
★
Hin gamla viðbára, að engir peningar séu til,
verður létt á metunum, Jjegar litið cr yfir svik-
in við æskulýðinn annars vegar og hins vegar
öll Jjau ókjör fjármuna, sem sóað hefur verið til
ónvtis eða flutt úr landi. Hitt mun Jjó fáum
dyljast að sú æska, sem óx og mótaðist við hin
óeðlilegu skilyrði stríðsáranna, og það rótleysi,
sem hernámið skapaði, þurfti framar öllu á mikl-
um stuðningi að halda. Þrátt fyrir það þótt hún
fyrir gnægðir matar og klæða beri flestum ís-
lendingum fremur svipmót hins frjálsa manns,
hlutu áhrif stríðsins að gera alveg sérstakar kröf-
ur til Jjess að málefnum hennar væri einstakur
sómi sýndur.
Allt þetta liefur brugðizt, og svo rækilega hafa
valdhafarnir undirstrikað áliugaleysi sitt á
Jjroskaskilyrðum æskunnar, að stórum liópi af
börnum alþýðunnar er voði búinn af því glæp-
4 LANDNEMINN