Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 10

Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 10
n SKIÐUN eftir Sigurð Blöndal Fáar íþrótagreinar njóta nú meiri vinsælda á Norðurlöndum og í Mið- og Suður-Evrópu en skíðaíþróttin. Þó er ennþá hægt að telja í áratugum tímann síðan íþrótt þessi var sú al- menningseign, sem hún er í dag. Að vísu eru margar aldir liðnar síð- an mönnum varð ljóst, hvílíkt hagræði það er á ferð yfir snæþakið land að liafa undir fótunum þessar spýtur, sem lieygð- ar eru upp á annan endann. I Noregi liafa t. d. fundizt leyfar af skíðum, sem sennilega eru um 2500 ára gamlar. Og í íslenzkum fornsögum er minnzt á rnikla skíða- garpa, svo að J>að er auðséð, að á bak við snilli F>irgers Ruuds og annarra norrænna skíðagarpa nútímans liggur aldagömid hefð. Hin fagra skíðaíjrrótt er á |>ann hátt frábrugð- in flestum öðrum íþróttagreinum, að hún hefur beinlínis hagnýtt gildi. Ujjphaflega er hún ekki til orðin sent íþrótt, heldur af nauðsyn. Skíðiri hafa verið fundin upp sem samgöngutæki —■ líklega fyrst í Síberíu eða Mið-Asíu — en í sam- bandi við Jrau hefur fæðzt og þróazt glæsileg- asta íjjróttagrein, sem til er, og um leið ein fág- aðasta og hollasta skemmtun, sem vér norðhvel- ingar jarðar eigum kost á. Það er engin tilviljun, að mestu skíðagöngu- garparnir hafa verið runnir frá þeim stöðum. þar sem skíðin voru óhjákvæmileg nauðsyn í atvinnulífinu: Úr skógarhöggshéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Á veturna eru skíðin nefnilega allt að ])ví jafnþörf skógarhöggsmann- inum sem öxin og sögin. Og gangan til vinnu- staðarins og frá honuni aftur varð þannig ó- sjálfrátt ])jálfun til keppni. Höfundurinn dvelst við nám í Noregi. Nýlega skrif- aði hann iþróttasíðu Þjóðviljans lýsingu á Holmenkoll- en-mótinu, en ]>ar var hann viðstaddur. — í grein þeirri, sem hér birtist, lætur hann Landnemanum í tó nokkrar hugleiðingar um þá íþrótt, sem hann telur glæsilegasta allra iþrótta. Hvað er eðlilegra en |>að, að tveir röskir strákar, sent eru að ganga heim úr skóginum að dagsverki loknu, séu, áður en Jteir vita af, farn- ir að reyna sig? Eða að J)eir næsta hvíldardag ]>egar snjókrystallarnir tindra í vetrarsólinni, kalli saman jafnaldrana úr nágrenninu til Jtess að reyna við sig ])ol á skíðum úti á sléttunni eða milli grenitrjánna? Þarna höfum við vísinn að hinuni mikilfeng- legu skíðakeppnum nútímans. Svona getur ver- ið náið samband milli leiks og starfs. Og um leið er starfið orðið meiri leikur, en leikurinn hefur öðlazt meira innihald. Þegar talað er um skíðaípróttina, er um að ræða fjögur afbrigði: göngu, brun, stökk og svig. Ef maður færi út í heimspekilegar hug- leiðingar um þróun Jjessarar íþróttar, hlýtur SVIG. Þctta cr einn hezti svigmaSur Svia, Olle Dalman. Stíllinn er jullkominn. 10 IANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.