Landneminn - 01.03.1948, Qupperneq 16
Það var einn morguninn fyrir
skemmstu, að ég stóð rúma tvo tíma
á Lækjartorgi.
Þennan morgun höfðu engin stór
félög gert ráðstafanir til að frelsa
náungann með söng og gítarleik á
Lækjartorgi. Þarna var ekki einu
sinni gítarlaus maður á kassa til að
segja frá þeim lítt eftirsóknarverða
aðbúnaði, sem bíður þín á vissum
stað, ef þú lætur ekki stjórnast af
vinsamlegum vísbendingum manns-
ins í afstöðu þinni til þessa heims
og annars. — Umræddan morgun
bauð Lækjartorg semsé ekki uppá
neina sérstaka möguleika — fram
yfir aðra staði í bænum — til út-
vegunar eilífs lífs. — Samt stóð ég
þar rúma tvo tíma skóhlífalaus í
krapableytu án þess að kvefast. —
Ég var að horfa á blaðsölustrák-
ana, athuga ofurlítið starfsaðferðir
þeirra.
Hressilegur lífsþróttur.
Það er ákveðinn heimsborgara-
bragur á blaðsölustrákum; — í
allri framkomu þeirra ákveðinn
hressilegur lífsþróttur, sem gerir
j>að að verkum, að meðan þeir ráða
ríkjum á Lækjartorgi, gelur maður
staðið þar í krapableytu með ófrels-
aða sál og án skóhlífa, — en líður
samt ekki illa. — Blaðsölustrákarn-
ir eru með afbrigðum „intressant“
náungar, eins og við segjum stund-
um hér í höfuðstaðnum, miðstöð
málskemmdanna.
JÓNAS ÁRNASON:
HEYRT OG SÉÐ.
Með blaðsölustrdkum
Á LÆ KJARTDRGI
Sveiflur í samrœmi við ferðir
strœtisvagnanna.
Á Jjessum dagblaðamarkaði
Heykjavíkur var salan ekki alltaf
jöfn, heldur voru á henni reglu-
bundnar sveiflur í samræmi við
ferðir strætisvagnanna. Þegar stræt-
isvagn lagði að Lækjartorgi, tók
línurit blaðsölunnar báa sveiflu
uppávið. — Strætisvagnarnir voru
fyrst um morguninn fullir af verka-
mönnum, og flestir þeirra keyptu
að minnsta kosti eitt blað, sumir
keyptu j)au öll. Tilboð blaðsölu-
strákanna um að gefa mönnum kost
á að fylgjast með því, sem gerðist í
heiminum, fyrir litla 50 aura, fengu
semsagt góðar undirtektir. Einstaka
„Af hverju glápirðu svona mikið.
manni?"
Þegar ég var búinn að standa
þarna nokkra stund og allir strák-
arnir höfðu boðið mér blað án þess
ég keypti blað, munu j>eir hafa J)ótzt
sjá, að ég væri ekki hingað kominn
lil að öðlast prentaðar upj)lýsingar
um það, sem gerðist í' heiminum,
og einn þeirra spurði: „Af hverju
glápirðu svona mikið, manni?“ Ég
trúði honum fyrir því, að á pásk-
unum ætlaði ég að gera hann og
bans félaga fræga í útvarpinu. Þeg-
ar þetta fréttist um torgið, söfnuðust
strákarnir að mér og spurðu, hvort
ég vildi þá ekki trúa J)jóðinni fyrir
því, að Jæir væru, fyrir sitt leyti?
Ég man sérstak-
lega eftir litlum,
þybbnum snáða,
10 ára gömlum.
í voldugri úlpu.
Hann var kringlu-
leitur með kartöflunef
og befði áreiðanlega verið
freknóttur, ef árstíðin hefði gefið
tilefni til þess. Og J>egar hann
brosti, sást að hann hafði þannig
tennur hraustra íslenzkra barna,
sem aldrei skemmast. Og hann brosti
alltaf. Aðspurður kvaðst hann heita
bvorki meira né minna en Árni
Magnússon. Það var auðsæilega
andstætt lífsskoðun Árna Magnús-
sonar að standa kyrr. Hann brosti
alltaf og var alltaf á ferðinni.
maður
svaraði J)ó
lilboðum þeirra
með J)ögninni, kærði sig
ekkert um að fylgjast með
því, sem gerðist ’í beiminum, fyrir
50 aura. — Á milli strætisvagna
var blaðasalan jöfn og ekki mikil,
takmörkuð við einn og einn fótgang-
andi verkamann ofanúr bæ.
16 LANDNEMINN