Landneminn - 01.03.1948, Side 5
IÓN KRISTÓFER:
Epitaph.
Eg stóð í sólskini —
saklaus og glaður drengur,
sólin var hlý og góð. —
Sólin glóði eins og gylltur rammi
reynslunnar mynd —
Um blóð;
°g bróðir minn þusti' að mér, mdsandi, móður,
°g myrti, þar sem ég stóð. —
Nú er ég draugur í draumi þeirra allra,
er drukku mitt saklausa blóð.
Einkamál.
Eg segi það engum — segi það engum,
hvað sorg minni veldur. —
Það skilur enginn í víðri veröld,
Varla ég heldur.
Sorg mín er dul eins og dauðans auglit,
dimm eins og nóttin;
hún víkur aldrei frá vitund minni,
— vonlaus er flóttinn.
hó dreymir mig stöðugt þann dag sem hún k.veður,
á dýrlinga heiti;
svo ég er að vona að hún verði farin
að vori — um þetta leyti.
samlega sinnuleysi og vanrækslu, sem íhaldið er
ábyrgt fyrir í húsnæðismálum Reykjavíkur.
Mörg hundruð æskumanna hafast við í her-
mannabröggum, svona eins og til staðfestingar
á því að þeirn sé ofaukið í þjóðfélaginu og eigi
það enskum innrásarher og bandarískum arf-
tökum hans að þakka, að vera ekki hælislausir
berfætlingar og landsliornafólk. En þrátt fyrir
það þótt íslendingum, sem ekkert hús misstu
í styrjöldinni, verði það til ævarandi smánar að
bjóða æsku sinni inn í vistarverur, sem hrófað
var upp handa dauðadæmdum mönnum, þá er
Iiitt þó sínu verra, að samkvæmt opinberum
skýrslum valdhafanna skuli hundruð barna og
æskulýðs búa í heilsuspillandi íbúðum. Það er
þó vitað að langt er síðan hægt var að afnema
slíkt ástand, ef farið hefði verið eftir tillögum
sósíalista í bæjarstjórn Reykjavíkur um nýbygg-
ingar og skömmtun húsnæðis. Hins vegar er
þetta glöggt dæmi þess hversu gerspillt íslenzk
auðmannastétt er orðin, að lnin skuli ekki leng-
ur veigra sér við að játa það í opinberum skýrsl-
um, að vegna stjórnleysis hennar á bæjarfélag-
inu eigi hundruð manna á liættu heilsupjöll og
fjörtión. íslenzk tunga hefur þó frarn til þessa
átt skilmerkileg orð yfir rnenn, sem slíkt liafa á
samvizkunni, og lögin munu glögg um meðferð
þeirra.
★
Þetla og margt lleira af líku tagi er íslenzk-
um æskulýð boðið upp á, meðan hann þarfn-
ast alveg sérstakrar varfærni hvað uppeldi og
vaxtarskilyrði snertir. Hins vegár reynir yfir-
stéttin allt hvað hún má að notfæra sér þá laus-
ung, sem stríðsárin hafa skapað, til þess að ná
valdi yfir æskunni, trylla hana og æsa gegn
verklýðshreyfingu og sósíalisma. Það er að vísu
ekki nýjung að hérlendir peningamenn magni
slíkan seið að æskunni, sem nú er gerður. Naz-
istahreyfingin var sprottin upp í Heimdalli og
studd af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Þeir
fóru hvetjandi orði um ofbeldistilburði nazista-
drengjanna, meðan Hitler þótti líklegur til að
rnyrða frelsi Evrópu. Og þótt ekki hafi þótt
heppilegt að flíka skyldleikanum við Hitler hin
síðustu ár, hefur santa hugarfar haldið áfram að
þróast innan Heimdallar. í staðinn fyrir „heil
Hitler“ er nú amerískt hermannabaul orðið
andsvar hinnar tömdu íhaldsæsku við röksemd-
um hugsandi manna.
LANDNEMINN 5