Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 17
ÞATTUR ÞESSI VAR FLUTTUR í ÚTVARPIÐ A BLAÐAMANNAKVÖLDVÖ KU, ANNAN í PASKUM
a móti lögreglunni. „Af liverju?“
sI>urði ég. Kom þá uppúr kafinu, að
^yni' umþaðbil mánuði var per-
sonufrelsi blaðsölustrákanna skert
með lögreglutilskipun. Þeir mega
ekki hlaupa af Lækjartorgi yfir á
suðurgangstétt Austurstrætis að
selja vegfarendum blöð. Það stóð
lögregluþjónn á horninu hjá gull-
búðinni og gætti þess að lög lands-
ms yrðu ekki brotin með blaðasölu
ú óleyfilegri gangstétt. Einn strák-
uuna benti þangað og sagði: „Lögg-
a» þarna þykist ætla að sekta okkur
»m 10 krónur og kannski 50 krón-
Ur5 ef við seljum hinumegin. Mér
Lnnst það ætti að sekta hana.“ Ann-
ur slrákur lýsti yfir lítilli virðingu
^yrir hugrekki viðkomandi lögreglu-
þjóns og sagði: „Ég er viss um
l'ann mundi verða skíthræddur, ef
liann sæi bera manninn.“ — Ég
reyndi að miðla málum og sagði, að
litlum strákum eins og þeim gæti
stafað hætta af umferðinni. Á þeim
grundvelli væri tilskipunin réttlæt-
anleg. En slrákarnir fussuðu við
allri málamiðlun. Þá stakk ég uppá
því, að þeir stofnuðu með sér félag
°g gerðu samþykkt í málinu. Það'
Pótti þeim hreintekki svo vitlaus
hugmynd.
★
^fir molar með kafíinu.
En strákarnir eru frjálsir sinna
ferða í allar aðrar áltir en yfir á
i'ina forboðnu gangstétt. Ósjaldan
skreppa þeir útí Hafnarstræti á
binar svokölluðu sjoppur að selja
i’löðin. Ég fylgdist með einum
þeirra þangað. Hann gekk á milli
borðanna í salarkynnum, þar sem
stór og þrekvaxinn karlmaður af-
greiðir pönnukökur með kraftaleg-
Um tilburðum. Maður fær þrjá syk-
Urmola og stóra kollu af kaffi, og
ef maður spyr, hvort molarnir eigi
ekki að vera fleiri en þrír, skilur
viðkomandi ekki annað en að það
sé andskotans nóg. Og það er and-
skotans nóg.
Svo fylgdist ég aftur með' félaga
mínum, blaðsölustráknum, útá torg.
Hjálpsemi, stéttarvitund,
samheldni.
Maður skyldi ælla, að fyrir sakir
harðrar samkeppni væri rígur og
ósamlyndi ríkjandi í hópi blaðsölu-
strákanna, — en svo er ekki. Þvert
á móti tók ég eftir því, að þeir
voru hinir hjálpsömustu hver við
annan, ef svo bar undir. Þannig
til {jæmis, ef einn varð uppiskroppa
með’ skiptimynt, voru hinir boðnir
og búnir að bjálpa honum, svo
fremi þeir gátu. — En gleggst kom
í ljós stéttavitund strákanna og
skilningurinn á nauðsyn samheldn-
innar, þegar fúllvndur náungi
sparkaði í einn þeirra og lét fylgja
hranalega athugasemd um að' búið
væri að’ banna þeim „að gala“ —
einsog hann orðaði það. Þeir ættu
að bjóða blöðin steinþegjandi. —
Þá hópuðust strákarnir utanum
þann, sem hlotið’ hafði umrætt spark,
og vottuðu honum samúð sína. í
þessu sambandi kom í Ijós, að Árni
Magnússson, blaðasali á Lækjar-
torgi, hafði ekki til að bera jafn-
mikið umburðarlyndi gagnvart
ruddalegri hegðun náungans einsog
alnafni hans á 18. öldinni. Hann
taldi það mjög misráðið af félaga
sínum að sparka ekki strax á móti.
„Ég geri það seinna,“ svaraði hinn
og mátti ráð'a af tóninum, að hann
liafð'i þegar samið þaulhugsaða á-
ætlun um framkvæmd hefndarinnar.
Að gala eða gala ekki.
Þegar ég spurði, hvaða leyfi þessi
náungi hefði eiginlega til að skipta
sér af því, hvort heiðarlegt fólk
galaði eð’a galaði ekki á Lækjar-
torgi, sagði Árni Magnússon, að
hann væri vitlaus og ætti heima í
húsinu þarna — benti á stórt hús,
sem stendur við torgið.
LANDNEMINN 17