Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 15
7
íilll
Sendið róðningarnar til
LANDNEMANS, Þórsgötu 1,
Reykjavík, og merkið um-
slagið G E T T U N Ú.
N
ÉG ÞAKKA VKKUR IIJARTANLEGA fyrir ull bréfGi,
sem l>ið hafið sent mér. Það er mér mikið gleðiefni, hversu
wargir af lesendum Landnemans hafa gaman af að glíma við
Prautirnar a þessari síðu og hve margir hafa með bréfum
s*num sýnt og sannað áhuga sinn fyrir velgengni hlaðsins
°g sigri þess málstaðar, er það herst fyrir. Eg þakka ykkur,
sem eruð að safna nýjum áskrifendum og ég þakka ykkur,
sem sendið mér gátur til hirtingar og ýmsar ráðleggingar, —
serstaklega ykkur L. Halldórssyni, Brúarlandi, Jóhannesi
Jónssyni Drangsnesi, og Bjarna Pálssyni Blönduósi. Ég hirti
nðeins lausnir á getraunum 1. töluhlaðs þessa árgangs, en
ket lausnirnar á getraunum siðasta töluhlaðs híða næsta
blaðs.
LEIÐRÉT'ITNG. 1 verðlaunagetraun síðasta l)laðs mis-
ntaðist orðið innlenda; átti að standa innlendu. Villan er svo
augljós, að ég hýst ek"ki við, að hún komi að sök.
• -VERÐLAUNAGETRAUNIN. Á öðrum stað er getið þeirra,
®m réttar lausnir sendti og skýrt þá því, hver hafi hlotið
Verðlaunin. Rétt lausn á næstsíðustu verðlaunagetraun er þessi:
775
33
2325
2325
_25575
ÍSLENZKA GÁTAN. 16 lesendur sendu lausnir á næstu
siðustu gátu og voru þær allar réttar: Nikulás. — Jóhannes
Jónsson, Drangsnesi sendi mér þessa ágætu gátu:
Nálægt miðjunni nafli sést
næmi er mikið gefið.
Klofið og augun eru mest,
ennið vantar og nefið.
SKÁKÞRAUTIN. 9 les-
endur sendu réttar lausnir:
1. Bcl—a3 og svarttir verður
mát í næsta leik, hvað svo
sem hann gerir. —- I skák-
þraut þessa blaðs á hvítur að
máta í öðrunt leik.
SAMLAGNINGARDÆM).
★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★
★ ★ ★ ★
4 13 4 9
Þetta er samlagningardcemi en aðeins út-
koman er geíin. Setja á réttar tölur inn fyrir
stjörnumar samkvœmt eftirfarandi upplýsing-
um: Enginn af hinum fjórum ddlkum er eins.
Tölunum í hverjum dálki er raðað á þann hátt,
að önnur talan að ofan frá er 1 hœrri en efsta
talan, þriðja talan ofan frá er 1 hœrri en önnur
talan, o. s. frv. eða hver tala einum hœrri en
talan fyrir ofan hana. Þó skal gceta þess, að
þetta gildir ekki um töluna 9, heldur mundi
ncesta tala fyrir neðan hana, ef 9 kœmi fyrir
í einhverjum dálkanna, vera 0 en ekki 10 af
skiljanlegum ástceðum. Einn dálkur gceti því
litið þannig út frá efstu tölu til þeirrar neðstu:
6, 7, 8, 9, 0, 1. (Lausnir skulu hafa borist fyrir
20. maí.).
v__________________________________________/
GAGFRÆÐINGAÞRAUTIN. 36 gagnfræðingar reiknuðu
snúðana og komust að þeirri niðurstöðu, að kerlingin átti 31
snúð til að hyrja með og er það rétt. Aldrei hefur þátttakan
í gagnfræðingaþrautinni verið svona mikil. — Gagnfræðinga-
þraut þessa töluhlaðs er fyrir náttúrufræðinga:
„Einn dag gekk hjörninn frá bæli sínu beint í suður
500 metra; þaðan beint í vestur aðra 500 metra; og
þaðan gekk hann beint í norður enn aðra 500 metrn,
en þá var hann kominn að bælinu sínu aftur." — Og
nú er spurningin: hvernig var hjörninn á litinn?
Framhald á 18. síSit.
LANDNEMINN 15