Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 18
Iiefur gert forsíðumyndina, sem hann nefnir „Síld '. — Atli er þrítugur að aldri, Reyk- víkingur, sonur Arna Óla, blaðamanns, og konu Iians, Maríu heit. Pálsdóttur. — Atli sigldi til Kaupmannahafnar 1937 og lagði þar stund á listnám, aðallega auglýsingateikningar, til vors 1939. Hann kom lieim aðeins fám dögum fyr- ir hernám Danmerkur. — Síðan Iiefur hann haft teiknistofu í Reykjavík. G E T T U N Ú ? Frafnhald. af 15. síSu. VERÐLAUNAÞRAUT NÆSTSÍÐASTA BLAÐS: Alls bár- ust 19 réttar lausnir og voru þær frá þessum: Bjarni Pálsson, Blönduósi, ÞorvarSur Örnólfsson Rvík, Sigurður Elíasson Rvík, Jón Kristjánsson Rvik, Haukur Valdemarsson Rvík, Björk Sigdórsdóttir, Rvík, Stefán Finnbogason Akureyri, Har- aldur Tómasson Rvík, Ólöf Magnúsdóttir Rvík, Þorbjörn Karls- son Rvík, Björn SigurSsson Rvík, ólafur Þ. Ingvarsson Rvík, Kristján Hákonarson Rvík, Ingólfur Ólafsson Rvik, Gísli Sveinsson Rvík, GuSmundur Andrésson Rvík, SigurSur Þ. Jörgensson Rvik, Sna:r Jóhannesson Rvík og Páll Jónsson Rvik. Dregið hefur verið milli þeirrá sem réttar lausnir sendu, og verðlaunin að þessu sinni hlaut Snœr Júhannesson, Ný- lendugötu. 20, Reykjavík. A SKÍÐUM Framhald aj 11. síöu. Meðal þessarar þjóðar er því eðlilega að finna stærstu nöfnin í sögu skíðaíþróttarinnar, en það yrði oflöng saga að telja þau upp hér, enda ekki hlutverk þessarar greinar. Hér verður þessum skíðaþönkum hætt, ég vil aðeins að lokum benda ykkur öllum, ungum strákum og stelpum, sem jretta lesa, á það, að meðan þið hafið ekki notið þeirrar ánægju og liressingar, senr skíðaíþróttin veitir, þá eigið þið mikið eftir. Þið nregið aðeins ekki gleynra því, þegar þið byrjið á skíðunr — og það skuluð þið gera strax og þið getið því fyrr, því betra — að þið verðið ekki fullkomin strax fyrsta daginn. — Rómaborg var lieldur ekki reist á einum degi. Nokkrar umræður spunnust útaf sparki þessu og grundvölluðust á Iögum um málfrelsi einstaklinganna hjá hinu íslenzka lýðveldi. Árni Magnússon kvaðst ekki skilja, hversvegna hann og hans félagar mættu ekki gala á Lækjar- torgi, úrþvíað karlinn á kassanum fengi að gala þar óáreittur heila dagana. Ég skaut inn þeirri athuga- semd, að nokkur munur væri á því að gala á morgnana eða að gala eftir hádegi. Eitthvert fólk í ná- grenninu þyrfti kannski að sofa frammúr. Árni Magnússon gat að vísu viðurkennt, að þarna væri á lít- ilsháttar munur, en það væri aðeins stigmunur og ekki eðlis. Annaðhvort ætti að banna öllum eða engum að gala á Lækjartorgi. — Að svo mæltu hljóp hann í áttina til strætisvagns, sem var að leggjast uppað, og hróp- aði liátt: „Morgunblaðið, Alþýðu- hlaðið og Þjóðviljinn.“ Vinnutímabyrjun hjd þeim skrifstofuklœddu. Eftir því sem á leið morguninn, bar minna á verkamönnum með strætisvögnunum, en meira á skrif- stofuklæddu fólki, aðallega ungum stúlkum. Klukkan nálgaðist 9, vinnutímabyrjun hjá starfsfólki í verzlunum og snemmopnum skrif- stofum. Og strákarnir héldu áfram að gera fólkinu tilboð um að fylgj- ast með því, sem gerist í heiminum, fyrir 50 aura. — Og þannig leið þessi morgunn. Þegar á allt er litið, má segja um starf okkar blaðamannanna og starf blaðsöluslrákanna, að þar höf- um við enn eilt tilfelli stigsmunar en ekki eðlis. Við blaðamennirnir gerum ráðstafanir til að láta fólk fylgjast með því, sem gerist í heim- inum. — Strákarnir á Lækjartorgi sjá um það. R A B B Framh. af bls. 12■ ræðumaður Heimdallar á æskulýðs- fundum. — Þannig eru dæmin, og þau eru fleiri — og af þeim öllum má það marka, að einsog stendur eru það engin mórölsk skrautblóm, sem vaxa upp í vermireit Heimdall- ar. 18 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.