Landneminn - 01.03.1948, Side 3
LANDIYEMlNW
Ctgcjandi: Æskulý&sjylkingin
samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Jónas Arnason.
3. tölublað
Marz 1948
2. árgangur
Eru svikin við æskuna óviljaverk!
Eftir Stefán Ögmundsson
Það væri fullkomið
vanmat ;í vitsmunum
op; klækiþorsta íslenzkra
valdhafa að afsaka fram-
komu þeirra gagnvart
æskulýðnum á sarna hátt
og illvirkjanna, sem
forðum var talið það til
afbötunar að þcir vissu
ekki livað þeir gerðu.
Það fer ekki hjá því,
að þeir scm af athygli hlýða á andvörp þessara
berra á hátíðlegum stundum, þegar texti dagsins
er „hið unga ísland“, verði þess vísari, að þar tala
nienn, sem vita hvaða skyldur þeir hafa við æsku-
lýðinn sem heild. Með hástemdum klökkva flytja
þeir okkur þann sannleik að miða beri stefnuna
við þarfir framtíðarinnar, þeirrar æsku sem í
landinu býr, þarfir bernskunnar, sem er að vaxa
og þeirra, sem ófæddir eiga að erfa landið.
Svo andheitar eru þessar yfirlýsingar oft og
tíðum, að ýmsir trúa, að bak við þær liggi ein-
'æg áform, og allt verði látið víkja fyrir hinu
>.eina nauðsynlega", að hlúa að þroska æskulýðs-
ms án tillits til þess, hvers sonur eða dóttir barn-
tð er. Og því finnst mörgum það ofur eðlilegt
að ástríku yfirvaldi bregðist rómur og augun
fái annan glans á hátíðisdegi barnanna 1. sum-
ardag, en aðra daga ársins.
En íslenzk alþýða hefur alltaf þótt vanþakk-
lát yfirmönnum sínum. Og enn finnst okkur,
sem lifum lífi hennar á rúmhelgu dögunum,
það ómaksins vert að hugleiða muninn á ræð-
um hátíðisdaganna og framkomu þeirra manna,
sem velferð okkar ráða aðra daga.
Enda þótt hreinhjörtuðum borgurum kunni
að þykja það ósiðlegt að komast að ljótri
niðurstöðu um tilgang fagurra yfirlýsinga, verð-
ur ekki fram hjá því gengið, að ósamræmið
milli orða og athafna þeirra sem málefnum
æskulýðsins stjórna, hlýtur að vekja þann grun
margra, að fagurmælin séu fyrst og fremst við-
brögð vondrar samvizku.
★
Þannig hafa umþenkingar alþýðunnar á
„svörtu dögunum", eins og börnin kalla þá,
fært henni þann skilning að fulltrúum peninga-
valdsins í lands- og bæjarstjórnum, sé það ekki
aðeins ljóst hverjar skyldur þeirra við æskulýð-
inn eru, heldur sé þeim önnur vitneskja ennþ;í
ríkari í huga og það er hættan, sem af því mundi
stafa yfirráðum þeirra, ef æskulýðurinn nyti
þeirra þroskaskilyrða, sem ræður þeirra prísa
LANDNEMINN 3