Landneminn - 01.03.1948, Page 8
HALLDÓR J. JÓNSSON, cand. mag..
Bókmenntirnar og unga fólkið
Alclrei hefur meira oltið á pví en nú,
hvernig okkur tekst að vera
vitsmunaverur. . . .
Ungu fólki er mörgu gjarnt að hugsa sér bóka-
menn nærsýna sérvitringa, guggna og hokna af
kyrrsetum og hátíðlega í orðavali. Það er varla
von að slíkar mannsmyndir laði beinlínis hug
ungra íslendinga á filmöldinni, þegar ytri glæsi-
mennska er sett öðru ofar. Þjóð, sem hefur til
skamms tíma verið korpin og knýtt af harðrétti,
má líka leggja mikið upp úr glaðværð og líkams-
atgervi ungu kynslóðarinnar. En það er hart
að mega ekki taka fugla loftsins og liljur vall-
arins til fyrirmyndar í einu og öllu. Aldrei hefur
meira oltið á því en nú, hvernig okkur tekst að
vera vitsmunaverur. Þá verður erfitt að komast
hjá því að leita þeirrar menntunar, sem bækur
einar geta veitt. Og fyrir okkur íslendinga tákna
bækur ennþá meira en þekkingu og menntun.
íslenzkt þjóðerni (ef nota má svo misbrúkað
orð) er á óvenjulegan hátt bundið bókmenntum.
Það er blátt áfram sannanlegt, að án okkar
fornu bóka væru íslendingar ekki í tölu lifandi
þjóða. Einkennilegt er að hugsa til þess, að það
skuli vera að þakka rithöfundum og skrifurum,
sem bogruðu yfir kálfskinnsbjórum fyrir mörg-
um öldum, að hér ganga nú um stræti keikir
strákar og laglegar stúlkur, sem gætu stokkið
inn í hvaða Hollywoodkvikmynd sem væri, án
þess auðið væri að greina þau frá stjörnunum.
Sumir þjóðernisvandlætarar líta hornauga all-
ar nýjungar í fari þjóðarinnar. Þessir menn
hugsa tæplega nógu skýrt. Unga fólkið er ekki
að bregðast íslenzku þjóðerni, þó að það gangi
í fötum með amerísku sniði og vilji njóta ame-
rískra lífsþæginda og vörugæða, þvert á móti.
Aftur á móti má reikna hvern J:>ann mann ís-
landi glataðan, sem tekur amerísk Comics fram
yfir Njálu eða Sjálfstætt fólk, en þetta kvað
vera almennur smekkur á Keflavíkurflugvelli
og liefur því miður náð nokkurri litbreiðslu
meðal íslendinga af yngri kynslóðinni. Sá, sem
ekki hefur lesið sér til gagns íslenzkar bækur,
sá sem þekkir hvorki Egil Skallagrímsson, Jón-
as Hallgrímsson né Halldór Kiljan Laxness,
hlýtur að eiga örðugra með að skilja, hverju
stofnað var í hættu, þegar við seldum landið
haustið 1946. — Ekki má skilja orð mín svo,
að ég ætlist til að unga fólkið liggi sýknt og
heilagt í eldfornum skræðum. Reynslan sýnir
aðeins, að við verðum umkomulitlir og siðferði-
lega vesalir gagnvart öðrum voldugri þjóðum,
ef við sækjum ekki eitthvað af stolti til íslenzkra
bókmennta. Fyrst og fremst ber okkur að vera
alþjóðasinnar og nútímamenn, í bókmennta-
smekk sem öðru. Við eigum nokkur ung skáld,
sem hafa skilið þetta. Þeir vita, að það er ti!
lítils að endurtaka til efsta dags gamlar hugs-
anir í gömlum formum, hversu Jijóðlegt sem
hvort tveggja kann að vera. Og Jjó að við föll-
um ekki í stafi af hrifningu yfir hverju einu,
sem framgengur af hinum nýju pennum, ji>á er
viðleitni Jjeirra merkileg, ekki sízt Jsegar haft
er í huga, hvað það er erfitt liér að fylgjast með
því, sem sagt er af viti í öðrum löndum. Comics-
smekkurinn er nefnilega ríkjandi hjá þeim, sem
ráða, hvað inn er ilutt af lesmáli. Og varla þætti
viðskiptanefndinni gild ástæða fyrir gjaldeyris-
umsókn, að maður væri upprennandi skákl og
þyrfti að sjá sig um í veröldinni, sennilega væri
ráðlegra að bera fyrir sig einhver verzlunarer-
indi.
Það er haft fyrir satt, að bókmenntir séu ekki
í miklum metum meðal unga fólksins almennt.
Naumast verður sú þróun talin hættulaus, en
J^ar fyrir er ekki rétt að kenna eingöngu um
andvaraleysi og prjálhneigð. Það er ekki langt
síðan við uppgötvuðum tvær listgreinir, músík
og myndlist. Aldrei hafa þessar listir staðið hér
8 LANDNEMINN