Landneminn - 01.03.1948, Blaðsíða 14
„Ég gleymi alclrei andlitum manna," sagði
Groucho Marx (sá með skeggið) við náunga, senr
hann hafði litlar mætur á, í einni kvikmynd
Jreirra Marx-bræðra, „en ég er fús til að láta
andlit þitt verða undantekningu frá reglunni.“
— Hann fór einu sinni á veiðar í Afríku og
sagði oft síðar: „Hef ég nokkurntíma sagt ykk-
ur, hvernig ég skaut villtan fíl í náttfötunum?
— Hvernig hann komst í náttfötin, Jrað veit ég
ekki.“
Fjölmargar slíkar skrítlur, sem sumir munu
eflaust kalla á dönsku „dumvittigheder" eru
hafðar eftir Jreim Marx-bræðrum. Groucho kont
l.ieim í „rickshaw", tvíhjóla vagni, sem tíðkast
í austurlönaum. Á ökumælinum sást, að ferðin
var komin upp í rúma 11 dollara. „Fari J)að í
sjóðandi. . . . “ öskraði Groucho til „rickshaw“-
mannsins. „Var ég ekki búinn að segja Jrér, að
fara ekhi í gegnum Indland?“
Harpo, sá bræðranna, sem aldrei segir neitt
í kvikmyndunum, er frægur fyrir fyndin orða-
tiltæki í einkalífi sínu. Meðan rithöfundurinn
Alexander Woolcott lifði, voru Jreir miklir mát-
ar, hann og Harpo.
Chico er sá bróðurinn, sem spilar á píanó af
mikilli leikni með einum fingri. — Þegar
Groucho hitti Chico í fyrsta sinn í einni kvik-
myndinni, hrópaði hann: „Heyrðu þú þarna,
skramlti ertu líkur náunga, sem lieitir Ravelli.”
„Ég er Ravelli,“ svaraði Chico. „Nú, þá er
engin furða, þó þú sért líktir honum," sagði
Groucho.
Það var verið að æfa leikinn Madame Du
Carry og Groucho, sem hafði hlutverk forsætis-
ráðherrans, faðmaði frú Du Barry af öllum
kröftum. Skyndilega birtist Chico á leiksviðinti.
„Hvert ert þú?“ hreytti Groucho úr sér. „Kon-
ungur Frakklands," svaraði Chico. „Hvað seg-
irðu?“ hrópaði Groucho. „Þú konungurinn? Og
ég forsætisráðlierrann? Guð hjálpi Frakklandi!"
★
Húsmóðir ein í bandarísku þorpi, spurði
sendilinn úr matvörubúðinni, livað hann héti.
„Humphrey,“ svaraði stráksi og bætti við, að
ættarnafn sitt væri Bogart. „Nú, Humphrey Bog-
art,“ sagði konan. „Það er nokkuð vel Jrekkt
nafn.“ — „Er nokkuð merkilegt við Jaað?“ sagði
stráksi. „Ég hef verið sendill hér í hverfinu síð-
ustu ljögur árin.“
★
Marlene Dietrich lét taka af sér mynd (aldrci
J^essu vant). Þegar hún sá árangurinn, gat hún
ekki orða bundizt, og sagði við ljósmyndarann:
„Ég skil þetta ekki. Seinast þegar Jrér tókuð af
mér mynd var hún guðdómlega góð.“ — „Æ,
já,“ svaraði ljósmyndarinn og stundi. „En Jaér
verðið að athuga, að þá var ég 8 árum yngri.“
★
Gög og Gokke (Stan Laurel og Oliver Hardy)
sátu á veitingastað. Gokke át súpuna með hníln-
um. — „Af hverju éturðu súpuna með hnífn-
um?“ spurði Gög. „Af ]>ví að gaffallinn minn
lekur,“ sagði Gokke.
FYLKIN GARFRÉTTIR.
Framhald aj 9. síðu.
verandi ríkisstjórn, sem ynni markvisst að því
undir forustu sjálfstæðismanna að skapa hér á
landi atvinnuleysi og öngþveiti. Bentu J>eir á
liver nauðsyn J>að væri æskulýðnum, að nýsköp-
unarstefnu fyrrverandi ríkisstjórnar væri haldið
áfram. Vörn Heimdellinganna lyrir núverandi
ríkisstjórn var harla léleg, og reyndu J>eir að
skjóta sér undan því að ræða innanlandsstjórn-
mál en hófu í þess stað að spila sína margþvældu
rússaplötu.
Yfirburðir Æskulýðsfylkingarinnar á báðinn
þessum fundum voru ótvíræðir. Afturhalclsblöð-
unum hefur ekki tekizt með blekkingavaðli
sínum að villa um fyrir reykvískum æskulýð,
og alj>ýðuæskan mun framvegis eins og hingað
til fylkja sér um eigin hagsmunamál, og fov-
dæma ameríkuagentana íslenzku.
14 LANDNEMINN