Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 6
54 UNGA ISLAND hún heyrt foreldrum sínum meira iáf' en haö, hversu mörg börn þau ættu, op; hetta var nu þaó níunda. Hún ætlaði því ekkert aö nefna það, en segja að- eins að brjefið hefði komió og' hún fengið kort. En rjett í því hún var að hugsa um þetta, lá hún endilöng á jörðinni. Hún hafði hlaupið of hart, og- fest fót- inn í lyngflækju og dottið. Hún flýtti. sjer á fætur aftur, en fann dálítið til í öðrum fætinum. En hvar var brúsinn? Jú, þarna lá hann rjett hjá þúfunni, sem Gunna hafði dottið um. Hann hafði henst af öxl hennar um leið og hún datt. Hún tók brúsann upp og ætlaði að þjóta af stað aftur. En — hvað var nú þetta? Hjartað stansaði í brjósti litlu stúlkunnar; brúsinn var tómur; tapp- inn hafði hrokkið úr um leið og hann datt, og kaffið vökvaði nú hinar þurru lyngrætur. Það setti að Gunnu litlu ákafan grát, hún hnje niður á þúfuna og ætlaöi að springa af ekka. »Elsku mamma mín! Ö, að þú værir nú komin, þá fengi jeg ekki eins ilt fyr- ir þetta«, andvarpaði Gunna litla. En mamma hennar var hvergi nálæg ti! að heyra til litlu stúlkunnar sinnar og hugga hana. Hún var á landinu stóra hinum megin við hafið, og stríddi þar við stóra barnahópinn sinn. Loks herti Gunna litla upp hugann og fór að hugsa ráð sitt. Hvað átti hún nú að gera? — Hvort átti hún að halda áfram út á engjar eða snúa heim? En aó fara heim í kot til Guðfinr.u, og biðja hana að hjálpa sjer? Ætli hún gæfi henni nú kaffi handa öllu fólkinu? Já, það var Gunna viss um, hún var alt- af svo góð vió Gunnu litlu. Og Gunna var næstum þotin af stað heim i Kot, en þá mundi hún eftir því, aó Guöfinna var altaf á engjum um þetta leyti dags. Ný örvænting greip litlu stúlkuna, og hún var að því komin aó setjast á þúf- una og fara aftur að gráta, en hætti þó við það og hjelt af stað heimleiðis. »Ö, hvaó jeg fæ ilt fyrir þetta. Og nú ert þú ekki, elsku amma mín, til að hugga mig þegar jeg á bágt«. Og Gunna litla leit til himins, því að hún var alveg viss um að amma sæti þar og sæi til sín. Hún var nú komin heim á stöðulinn, en tók ekki eftir Þórði, sem lá þar með bók í hendinni og var að lesa. Hann þurfti að lesa svo mikið, því að hann ætlaöi að taka próf í haust og hafði kom- ið sjer þarna fyrir yfir sumarið, til að geta lesið í næði í sveitakyrðinni Hann leit upp, er hann heyrói til Gunnu litlu, og sá óðara að eitthvað gekk aó henni. »Nei, ertu komin aftur«, sagði hann eins og ekkert væri um að vera. Gunna leit á hann tárvotum augum. »Nei, hvernig stendur á að rósin er daggvot í þessum steikjandi sólarhita?« spurði hann glaðlega. »Jeg — jeg datt«, stamaði Gunna. »Dattstu? Auminginn! Þú ert öll blóó- ug á fætinum«. »Kaffið heltist alt niður, og jeg fæ svo voðalega vont fyrir það hjá mömmu og öllum«. »Vertu ekki að gráta, auminginn litli«, sagói Þórður, um leið og hann tók Gunnu litlu upp í fangið og bar hana af stað heimleiðis. »Við skulum koma heim og fá fyrirgefningu og annað kaffi í stað- inn«. Og Þórður bar Gunnu nú á örm- um sjer heim. Það hafði enginn gert síð- an amma hennar dó. Þegar heim kom, var húsfreyja stodd

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.