Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 16
é4 UNGA ISLAND Bláa kusa. Þegar jeg var lítill, nálægt fimm ara, keypti pabbi kú, sem var blá aó lit, og heldur falleg. og hafói þann ágæta kost, aó hún var mjög mjólkurhá og hin mesta þægóar skepna. Einu sinni man jeg eftir, að pajbbi sagói: »Ef sú bláa á kvígu næst, þá má til aó láta hana lifa«. Nú kom aó því, að bláa kusa átti kálf. Það var kvíga, kolótt að lit. Var nú sjálfsagt að láta hana lifa, og nefndi pabbi hana. Lind; þetta var í tuttugustu vi'ku sumars, og var nú verið að hugsa um að beita bláu kusu út um miðjan daginn. Var nú kálf- urinn tekinn úr fjósinu, svo að hún tyldi í haga. Kálfurinn var nú látinn inn að eldavjel, svo aó hann hefði nægan hita. Þar var hann í tuttugu daga; var hann þá látinn út í fjós, og hjeldu allir að sú bláa væri búin að gleyma kálfinum, en svo var nú samt ekki. Bláa kusa var nú rekin úit á haga, en þegar hún er að byrja að bíta, öskrar hún upp og tekur stökk mikió heim aó fjósdyrum og öskr- ar þar eins og hún væri trylt. Var henni þá hleypt inn, og rauk hún þá að kálf- inum og sleikti hann. Var henni svo ekki hleypt út oftar það haust, og var kálfurinn vió hliðina á henni allan vet- urinn og hafði hún góðar gætur á hon- um. Að kusa skyldi þekkja kálfinn sir.n eftir svona langan tíma, er hún sá hann ekki, er glöggur vottur þess, hvað skepn- urnar geta verió minnisgóðar og trygg- lyndar. Grímur Einarsson, 12 ára. UNGA ÍSLAND kemur út í sjö heftum á ári, off eru 16 síður i hverju. — Veri) árc/. kr. 2.50. fíjalddagi 1. apríl. TUtstjnri: Steingrímur Arasnn. Afgreiósla hjá Sveinabókhandivu, Laugavegi 17 B. Pósthólf .16.1. Kolur. Kolur er góður fjárhundur, geltinn vel og gott að senda hann. Hann er lítill vexti og nokkuð loðinn, með laf- andi eyru og hringaða rófu, gulur á skrokk, kolóttur um trýnið og' með svarta fætur. Tryggur er hann og fylgispakur. Einu sinni sem oftar var jeg að elta kindur. Hált var og vont að komast áfram, sluppu kindurnar í gljúfur og var vont að komast til þeirra. Varð mjer þá laus stafurinn og' valt hann ofan fyrir og fór í ána, sem rann þar neóan undir, og datt mjer ekki í hug, að jeg mundi sjá hann framar. Jeg hafði þaó af að komast til kindanna. Þá var mjer litið aftur, og sje jeg hvar seppi kemur rogandi með stafinn í munninum; hafði hann snúió aftur, þeg- ar jeg misti stafinn og synt á eftir hon- um og náð í hann. Þaó var auósjeð, að hann þóttist hafa unnió vel, þegar hann lag'ði stafinn fyrir fætur mína. Sólskin er eiguleg bók, sem UNGA ISLAND gefur öllum borgandi kaupendum blaðsins. Nýii' kaupendur fá liana einnig, er pað sama og' heill árgangur blaðsins sé geflnn, því að bókin kostar 2,50 kr. eins og blaðið. Vinir UNGA ISLANDS, ættu að segja frá þessum kostaboð- um, svo að sem flestir geti notað þau, meðan þau endast. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.