Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 4
52 UNGA ÍSLAND um upp. Sjáum við þá kjóa, sem er að elta grátitling', og eru þeir beint yfir höfðum okkar. Kjóinn tók sveiflur mikl- ar, svo að grátitlingurinn átti fult í fangi með að skjótast svo fimlega und- an, að hann yrði ekki fyrir höggum kjó- ans. Við kendum í brjósti um veslings grátitlinginn, og heíftin brann í brjósti okkar til kjóans, sem við höfðum sjeð taka svo mörg líf þessara litlu vesalinga. Reyndum við nú að fæla kjóann burtu með ýmsu móti, en alt var árangurs- laust, kjóinn skeytti því engu, en hugs- aði bara um að ná lífi litla fuglsins. Nú harðnaði viðureignin æ meira, sveiflur kjóans urðu enn hraðari, svo að oftast munaði minstu að hann slæi grátitling- inn niður. Grátitlingurinn var örmagna af hræðslu, og hann sá að hann gat ekki varið sig stundinni lengur, og hann vissi að nú á þessari stundu mundi hann láta lífið með hinum hörmulegustu kvölum í klóm kjóans. Við stóðum og horfðum á þennan bardaga, sem við vissum að enda mundi sorglega, hjartað barðist í okkur af ótta, því að við vissum, að á næstu stundu mundi kjóinn hremma veslings litla fuglinn, og fljúga með hann í burtu hálflifandi, og rífa hann svo í sig. En á síðustu stundu rennir grátitlingurinn sjer beint niður til pabba og inn í handarkrika hans. Pabbi stóð svo litla stund kyr, til þess að láta kjóann fara í burtu. Hann sveimaði líka skjótt í burtu, þegar hann var búinn að tapa bráð sinni. Kjóinn gargaði ámátt- lega og leit illilega til okkar, eins og’ hann vildi segja: »Jæja, jeg fer þá að leita að öðrum«. Þegar kjóinn var horfinn úr augsýn, tók pabbi fuglinn hægt og varlega úr handarkrika sínum, og ljet hann í lófa sinn. Við komum öll til að sjá litla ves- alinginn. Hann lá alveg grafkyr og hreyfði hvoki legg eða lið, og augun titr- uðu af ótta og hjartað barðist ákaft, og var auðsjeð að honum leið lítið betur þarna hjá okkur, en þegar hann var að verja líf sitt fyrir kjóanum. Við sáum hvað grátitlingnum, litla vininum okk- ar, leið illa, svo að pabbi lyfti upp hend- inni; þá hurfum við sjónum hans, en himingeimurinn, leiksvið fuglanna, birt- ist honum, og þá sá hann að við ætluðum ekkert mein að gera sjer, svo að hann þandi út litlu vængina sína og sveif upp í loftið. Hann fór strax að syngja, og leit til okkar glaðlega, eins og hann vildi segja: »Þúsund,þakkir fyrir frelsi mitt. Og jeg skal launa ykkur með því eina, sem jeg get launað með, og það er söngvunum mínum. Fuglarnir eru einhverjir skemtileg- ustu gestir, sem við eigum. Það væri tómlegt, ef fuglarnir væru ekki. Þeir ljetta mörgum raunastundir. Og enginn er svo sorgmæddur, að hann g'leðjist ekki við söng' fuglanna. Og' þeir prýða landið okkar jafnvel meira en nokkuö annað. Og_ aldrei gera þeir okkur nokk- urt mein eða skaða. En með hverju laun- um vió alt þetta? Við launum það með því, að ræna þá aleigu þeirra, eggjun- um, og' meira að segja, að við dreputn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.