Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 55 í baóstofunni og Þóróur flýtti sjer aó skýra henni frá slysförum Gunnu litlu. »IIvaóa klaufaskapur er þetta, barn? Gastu ekki staóió á fótununi, og nú fæ jeg ilt fyrir aó kaffió kemur ekki. — Hvaó ætli fólkió hugsi, þegar það fær ekkert kaffi?« Þannig ljet hún dæluna ganga yfir vesalings Gunnu litlu, sem stóð fyrir aft- an Þóró og þorói ekki aó líta upp. »Þetta gerir ekkert til, þaó er ekki annaó en aó hita annaó kaffi, og svo getum vió farió með þaó bæói«, sagói Þórur. »Þaó kemur bara svolítió seinna«. Hann var svo dæmalaust blíóur og ró- legur, aó húsfreyja Ijet sefast, og fór aó ráóum hans. Hálftíma seinna hljóp Gunna litla upp túnió, en nú bar hún ekki nema syk- urinn, því aó Þóróur bar kaffibrúsann. Efst á túninu nam hún staöar, og beió eftir honum, og þegar hann kom, stakk hún litlu hendinni sinni í hönd hans og sagói með barnslegri gleði og þakklát- semi: Góói Þóróur, þetta var þjer aó þakka. 0, hvaó jeg er nú glöó, að þetta fór svona vel og' jeg fjekk engar skammir«. Kaffió kom heldur í seinna lagi, og þegar húsbóndinn spurói hverju þaö sætti, þá svaraói Þórður: »Hún Gunna litla var aó fá brjef frá henni mömmu sinni«. J. H. Sæviður. Frh. Sæmundur tók sjer nú stöóu úti á pallinum, og var þar einn um hugsanir sínar. Hohum var þungt í skapi. En hann hafói mikla lífsreynslu, og var oró- inn vanur ýmsu mótdrægu. Hann haföi líka tekió þá föstu ákvöróun, aó taka með karlmenskulund hverju sem aó höndum bæri. Hann gerói bæn sína til Guós, og bað heitt og innilega, aó þau mættu frelsast úr þessum voða. Vió það færóist friöur og ró yfir huga hans. Hann var vióbúinn aó taka því versta, sem fyrir gat komið, ef svo átti að fara, aó öóru leyti fól hann sig og sína vernd þess, sem öllu stjórnar, eins og hann sjer aó best hentar. I dögun vaknaði SæviÓ- ur og leysti Sæmund af verói. Hann fór ekki inn í húsið til að sofa, heldur lagði sig á kókosgreinarnar hjá Vilhjálmi. Þegar Sævióur var búinn aó finna stóru naglana, vakti hann Vilhjálm og baö hann að hjálpa sjer við að reka þá í stóra kókostrjeö. Annar þeirra hjelt vörð, ef ske kynni aó skrælingjar nálg- uóust, en hinn rak naglana. Eftir tæpan klukkutíma voru þeir búnir aó reka nagla upp eftir trjenu, svo aó þeir gátu lesió sig efst upp í krónuna, þar voru þjettar greinar, svo aó þeir sáust ekki, en höfðu afbragós útsýn, bæði út yfir fjörðinn og til lands. Vilhjálmur hafói rekió síðustu tugina af nöglunum. Hann litaðist um frá trjátoppnum og kom svo nióur til Sævióar og sagði: »Jeg get sjeð um alt, Sæviður. Þeir hafa rifió gamla húsió til grunna og liggja úti og hafa breitt yfir sig her- klæóin sín. Sumar af konunum eru á gangi nióur vió bátana, sem liggja h.ier og þar í fjörunni«. »Þeir hafa rifiö húsið, til þess aó ná í járnnaglana, þaó skal jeg' ábyrgjast«, sag'ói Sævióur. »Sástu nokkuó af hinum dauóu?«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.