Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 12
60 UNGA ISLAND sín væri ekki heima, og' faóir sinn væri í búóarskrifstofunni. Það gerði samt ekkert til, því að hann segði bara eld- hússtúlkunni, að pabbi sinn hefði beðið sig' að skila til hennar, að hún ætti ?.ð gefa þessum dreng fljótt eitthvað að borða, því að hann kæmi langt að, og væri að flýta sjer. Annars sagði hann aó verið gæti, að hún neitaði að taka til matinn. Þaó gerði ekkert til, þótt hann segði henni dálítið ósatt um þetta, því aó hann gæti sagt pabba sínum frá öllu saman, þegar hann kæmi út í búðina. Birni litla leist ekki alskostar sem best á þessa ráðagerð, en hann sagði samt ekkert. Þeir voru nú komnir að húsinu. Kaup- mannssonurinn opnaói húsdyrnar og sagði Birni að koma á eftir sjer. Þeir gengu inn langan, velmálaðan gang', þar til þeir komu aó stofudyrunum. Kaup- mannssonurinn opnaði þær, og bauð Birni að ganga þar inn og fá sjer sæti. Síðan lokaði hann dyrunum á eftir honum, og Björn heyrði hann opna aðrar dyr, er iágu inn úr ganginum, og fara þar inn. Björn fór nú að virða fyrir sjer stof- una; öll var hún hin skrautlégasta, en eng'inn maður var þar inni. Loftið var hvítmálað og gólfið dúklagt, veggirnir voru pappalagðir og hjengu á þeim alls- konar málverk í gyltum umgerðum; gluggarnir voru þjettskipaðir jurtapott- um, með margskonar blómum í. Inn í svona skrautlega stofu hafði Björn b'tli aldrei fyr komió. En nú heyrði hann að farið var að tala saman í næsta herbergi. og' hann þekti aó annar maðurinn, sem talaói, var kaupmannssonurinn. Var hann nú sjálfsagt að biðja eldhússtúlk- una, aó taka til handa honum matinn. Ösjálfrátt fór Björn að leggja við hlust- irnar, en hann gat ekki greint orðaskil, því að þau töluðu lágt og báru ört á, oe' honum fanst því líkast, sem þau væru að rífast. En svo þögnuðu þau alt í einu og aðrar dyr, er voru á stofunni, opnuð- ust og kaupmannssonurinn kom inn. Hann lokaði dyrunum á eftir sjer, gekk fast að Birni og hvíslaði: »Jæja, þá er þetta komið í lag; jeg held hún ætli að koma með matinn, þótt hún tæki því ekki nærri fyrst. En nú verður þú að segja mjer, hvað það er, sem jeg á að kaupa fyrir þig«. »Já«, sagði Björn. Hann tók upp peningabuddu sína og fann þar brátt tvo útskrifaða brjefmiða. »Á þennan«. mælti hann, »er þaó skrifað, sem jeg átti að taka út í reikning pabba«, og hanr rjetti honum annan miðann. »En á þess- um standa jólagjafir, sem við systkinin ætluóum aó kaupa fyrir peninga«, og hann fjekk kaupmannssyninum hinn miðann, ásamt fimm-króna-seóli. »Jæja, það er ágætt«, sagði hann, »þú veróur ekki meira en búinn að borða, þegar jeg kem aftur«. Hann stakk á sig miðanum og peningunum, og snar- aðist út. Björn varð nú aftur einn í stofunni. »En hvað þetta ætlar að ganga alt vel«, hugsaði hann. »Bara að strákurinn yrði nú nógu fljótur«. Hann stóð upp af stólnum, sem hann hafði setið á, og gekk út að glugganum til að vita, hvort hann sæi ekki til hans út á veginn. Jú, það kom heim, hann sá kaupmannssoninn, þar sem hann hljóp út veginn frá hús- inu. Hann horfði á eftir honum, þar til hann sá hann hverfa á milli húsanna. Þá gekk hann frá glugganum og settist aftur í sæti sitt. Augu hans fóru aftnr

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.