Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 5
53 UNGA ISLAND suma þeirra. Og af þessu leiðir, eins og gefur að skilja, aó þeir eru hræddir við okkur, en gæði þeirra eru svo mikil, að þrátt fyrir alt þetta gleðja þeir og skemta okkur með söng sínum. Þessi litla saga hjer að framan sýnir, að ekki er hinn síðasti neisti dauður af því trausti, sem fuglarnir bera til vor mannanna. Kæru vinir, drepum ekki þennan síóasta neista, heldur reyn- um að gla^óa hann, með því að drepa ekki nje ræna fuglana, heldur sýnum þeim góóvild og' vináttu. Ármann Kr. Emarssoni, 15 ára. Brjef frá mömmu. (Sönn saga). Gunna litla í Hlíð kom hlaupandi iit í bæjardyrnar með kaffibrúsann á bak- inu. »Jeg ætla að hlaupa eins og jeg get, svo að fólkið fái heitt kaffió«. »Já, flýttu þjer nú«, svaraði húsmcð- irin innan úr eldhúsinu, en Gunna litla heyrði það ekki; hún var þotin af stað upp alt tún. Efst á túnbrekkunni snjeri hún sjer við, og leit heim að bænum; ]mð var dálítið lýjaPdi aó hlaupa svona í einum spretti upp alt túnið. »Flýttu þjer nú með kaffið, Gunna«, heyrði hún alt í einu sagt fyrir aftan sig með málróm, sem hún kannaðist vel við. »Æ, hvað þú ljest mjer bregða, Þórð- ur«, ansaði Gunna litla hlæjandi. »Veistu að það kom brjef frá mömmu rjett áðan«, bætti hún við. »Jæja, hver kom með það?« spurði Þórður. »Siggi í Kotinu — það kom með pósti þangað«. Og Gunna litla ljómaði af fögnuði. »Já, flýttu þjer nú með kaffiö«, sagði Þórður meó örfandi gletni, og Gunna litla þaut af stað eins og eldi- brandur. Gunna litla í Hlíð var uppeldisdóttir hjónanna þar. Foreldrar hennar höfðu fluttst af landi burt, þegar Gunna var á öðru árinu, og skilið hana eftir hjá frænku sinni, sem hafði tekist þann vanda á hendur, að ganga henni í móð- ur stað, og þó Gunnu liði í alla staði vel, og allir væru góðir við hana, þá varð henni það oft á, að þrá foreldra sína, því að þó aó hún kallaði hjónin í Hlíð pabba og mömmu, þá fann hún, þó að hún væri ekki nema sex ára, að þau voru ekki foreldrar hennar. Þó fann hún aldrei eins til einstæð- ingsskapar síns eins og þegar hún heyrði foreldrum sínum hallmælt, en það kom, því miður, alt of oft fyrir. Það hafði heldur enginn tekið að sjer aó þurka tár hennar, síðan amma hennar dó, fyrir rúmu ári síðan, þangað til Þóróur kom, þá um vorið, sem var undanfari þess sumars, sem nú er getið um. En nú átti engin hrygð sjer stað í hjarta Gunnu litlu; þaó var eintómt sólskin og sumar, alveg eins og í kringum hana. Nú hljóþ hún berfætt, og Ijettfætt sem lóa, og hugsaði ekki um, þótt lyngið rifi fæt- urna. Hún fann ekki til neins, nema gleðinnar í sál sinni yfir brjefinu, sem var nýkomið, því að þótt hún gæti sjálf ekki lesið það, þá hafði fóstra hennar gert það fyrir hana, og þar hafði staðið, meðal annars, aó hún væri nýbúin að eignast ofurlítinn bróður. En það var henni minst gleðiefni, því ekkert hafði

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.