Unga Ísland - 01.07.1931, Blaðsíða 15
63
ÚNGA 1
ána eins og stóru mennirnir. Lögóum
við því út í og hjelt jeg mjer báóum
höndum í hnakknefiö og var ekki laust
við, að þrátt fyrir öll mannalætin, að
jeg yrði feginn er Blesi skilaói mjer
óbleyttum úr ánni. Við rjettina hagar
bannig til, ‘aó hún er bygð niðri í djúpri
dæld, og er hár hóll fyrir utan hana.
Liggur vegurinn fram hjá þessum hól
og sjer þaðan ofan yfir rjettina. Er
hóllinn kallaður rjettarhóll.
Segir nú ekki af ferðum okkar, fyr
en við komum út á Rjettarhól. Vai' þá
aó byrja aó skyggja og mættum við
Pabba þar. Var þá búið að reka alt
fjeð í rjett, og voru gangnamenn að
leita sjer að náttstaó á bæjunum í knng,
því aó er sauðljóst yrói morguninn eftir,
átti aó byrja að draga sundur. Pabbi
reið nú meó mig fram á brúnina á
Ljettarhólnum, og blasti þá rjettin vió
aUgafull af fje. -- Ö, hvað jeg hlakkaói
L1 morgundagsins að mega vasast inn-
an um alt þetta fje. Þarna myndi sjálf-
sagt vera allavega litt fje og stórir
hi’útar, en annars var nú vissara að
koma ekki mikið nálægt þeim, þeir gátu
haft þaó til að vera dálítió skapillir.
Á bænum, sem jeg gisti, voru margir
næturgestir. Jeg svaf hjá pabba og
sofnaði fljótt, því að jeg var orðinn
þreyttur eftir feröalagió. Snemma næsta
niorgun vaknaði jeg við það, að gangna-
nienn voru að klæða sig. Ætlaói jeg
nijer að flýta mjer í fötin, en fjekk þá
hær frjettir, að skift væri um veður.
^æri svo mikil úrkoma, að varla væri
hundi út sigandi, hvað þá heldur aó það
Vasri barnaveður. Pótti mjer nú óvæn-
lega horfa um minn hag. Jeg var í nýj-
uæ, bláum fötum með gyltum hnöppum.
LAND
Hafði mamma brýnt það fyrir mjei’, að
gæta þess vel, að skemma ekki fótin.
Sá jeg það nú í hendi minni, að ef jeg
færi í rjettina í þessu veóri, myndu föt-
in stórskemmast. Kaus Jeg því heldur
af tvennu illu, að bíóa heima á bænum
á meöan piltanir færu í rjettina og
drægju sundur fjeð. Nálægt miðjum
degi var búið að draga, og kom þá
pabbi að taka mig meó heimleióis. En
nú var eftir aó búa mig út, svo aó jeg
sálaóist ekki úr kulda á heimleiðinni.
Konan á bænum lánaði mjer sjal, og var
því vafió utan um mig; þar utan um
var svo vafið vatnsheldri kápu. Var jeg
í þessum búnaði ekki ósvipaóur út-
troðnum poka. Gat jeg enga björg mjer
veitt nema halda mjer í hnakknefið,
enda þurfti jeg lítils annars, þvi að
pabbi teymdi undir mjer alla leið. —
Mamma var ákaflega glöó, þegar við
komum heim, og þóttist víst hafa heimt
mig úr helju. En ekki minkaði gleði
hennar, er jeg sýndi henni, hve vel mjer
hefði tekist að varðveita fötin mín. Hún
tók mig í fang sitt og kysti mig og kall-
aði mig góóa drenginn sinn, og fanst
mjer þá að gleði hennar græddi marg-
faldlega þaó, sem jeg tapaði vió að kom-
ast ekki í rjettina.
Síóan hefi jeg oft komið í fjárrjettir,
en lang ljósastar eru þó endurminn-
ingarnar frá fyrstu rjettarferöinni
minni.
S. B.