Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 143 hefir konungur fjallanna fyrr reynt hin sáru bit óblíðra örlaga. — Það er minningin, sem enn í dag lætur hann vikna í skapi, þótt síð- an séu liðin mörg ár. Minning, sem hittir viðkvæman streng í brjósti hins harðgera dýrs, brjósti hans, sem alla jafna virðist sneyddur allri tilfinningu og miskunn. Hún vakir fyrir honum, en er skilningi hans ofvaxin, hann reyn- ir heldur ekki að skilja, en þessi minn- ing, sem á grun sinn í atburði frá liðnum dögum, hefir þó mótað líf hans að nokkru, vakið hann til þess eðlis, sem innst bjó, breytt meinlitlum heimskingja í viturt, blóðþyrst og grimmt rándýr. Það var bjartan vordag. Allur gróð- ur var í örum vexti og öræfin voru sem óðast að kasta vetrarbúningi sín- um og klæðast að nýju — í sumar- skraut. Mosinn ilmaði og f jallajurtirn- ar glitruðu í sólskininu. Um hádegisbilið stekkur hvítur ref- ur léttilega yfir heiðina, honum miðar vel áfram, þótt hann hafi talsverða byrði meðferðis. Enn á ný hefir hann hætt sér í námunda við byggðina og tekið ránsfeng sinn næstum því fyrir augum bóndans hinu megin við heið- ina, bóndans, sem gætti fjár síns vand- lega og hugðist að geta afstýrt hinu tíða hvarfi unglambanna úr fjárhjörð sinni undanfarna daga, á þann hátt. En hann fær ekki að gert, og í dag hefir hvíti f j allarefurinn, sem ekki veit hver hætta ef til vill bíður hans á þess- um slóðum, heimsótt fjárhópinn enn þá einu sinni og haft á brott með sér eina svarta lambið úr hjörðinni, lamb- ið, sem fæddist á síðastliðinni nóttu. En rán svarta lambsins er stór sig- ur fyrir unga faðirinn, sem ber varm- an líkama þess yfir heiðina og heim til móðurinnar, sem annast börnin hans, fjóra yndislega yrðlinga, í moldargren- inu þeirra austan í Hjallbólum. Og „Rebbi“ litli nálgast heimili sitt; hann er hreykinn, en móður af áreynsl- unni. Svo nemur hann skyndilega stað- ar — og hlustar. Hann leggur ekki frá sér hina dýrmætu byrði. Og innan úr óbyggðinni heyrir hann hvellt hljóð; svo er allt þögult á ný. Svo hraðar hann ferðinni ;hvíta loðna skottið dregst með jörðinni og hálsinn er dálítið sveigður til hægri hliðar. Látbragð hans er stolt, fótatakið létt og mjúkt. Enn nemur hann staðar til þess að hlusta, og þá berst til eyrna hans hljóð, sem hann þekkir vel; skerandi ýlfur hans eigin barna. Og hin föðurlega um- hyggja vaknar í eðli hans, sterkari en f-yrr. Hann finnur hjá sér nýja köllun til þess að hraða sér heim, eins og honum er unnt. Hann .æðir áfram og gætir einskis, því að hann er öruggur og enginn er óhræddari og óvarkárari en hann. Svo er hann rétt kominn heim. Leið hans liggur eftir mosavaxinni flatneskju, fram undan eru nokkrir stakir steinar á víð og dreif. En hvernig á hann að gruna, að einmitt þarna sé hættusvæðið? Löngun hans er hrópandi: Áfram. Heim. En skyndilega beinist athygli hans í aðra átt. Hin næmu augu hans hafa veitt eftirtekt einhverri dökkri þúst við einn stóru steinanna fram undan. Það ber afar- lítið á þessu, en það er samt eitth'vað óvanalegt. Máske hefir örlítil hreyfing vakið athygli hans? En samt sem áður er þetta nóg. Fjallarefurinn í öllum sín- um myndugleika, nemur andartak stað-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.