Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 22

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 22
158 __________________________________ ert hræddur, strákur! — Hræddur eins og stelpa. Grímur gamli sagði þetta kalt og háðslega og spýtti um tönn — tví! — — Jæja, var hann hræddur? Og ef þeir kæmust nú lifandi í land? Mikið yrði víst hlegið að honum og honum strítt! Hugsunin um Kalla Smiðs læddist að honum á nýjan leik. Hann gat svo sem vel gert sér í hugaríund ertn’:sbrosið hans, ógeðslegt og breitt, svo að allar skögultennurnar komu í ljós. Nú risti báturinn dýpra. — Sjórinn sauð og vall umhverfis þá, eins og mjólk í potti. Þeir voru komnir inn í röstina við Hornið. — Gættu að fokkuskautinu, strá- ur! Gættu þess, segi ég! — Jú, nú skildi Grímur litli til fulls. — En það var eins og honum létti ofur lítið að vita það með vissu. Já, nú var það augljóst mál, að frá þessari hættu slyppu þeir aldrei lifandi. Nú var það ákveðið: þeir áttu að farast. Hann veitti því allt í einu athygli, að hann var ekkert hræddur meir. Nei, hann var ekkert hræddur. Hann endur- tók hvað eftir annað í lágum hljóðum fyrir sjálfum sér: Ekkert hræddur: Alls ekkert hræddur. — Hræddur? Nei, það skyldi aldrei spyrjast. Hann beit á jaxlinn og einblíndi á andlit afa síns, þarna þar sem hann sat við stýrið, en andlit hans var bara hart og kalt ásýndum. Þó lá einhver einkennilegur glampi í augunum. Grímur litli hélt um fokkuskautið með báðum höndum. Hann sveið í lóf- ana.... Hann sá að það blæddi, — en um brjóst hans leið heit, sterk bylgja af gleði. Hann skvldi ekki bugast. Bát- urinn var hálfur af sjó. Hann veitti því -------------- UNGA ISLAND eftirtekt, að sjómennirnir voru fölir. Og fáum metrum fyrir framan þá dun- aði brimgarðurinn við Hornið. Hattur- inn fauk af honum, en hann skeytti því engu. Hann dróst saman í hnút af áhuganum. Og sál hans og líkami sam- ein.uðust í eina stálharða kröfu: — Ég skal! Ég skal! Hinsta bylgjan kom æðandi, skall yfir bátinn og hálffyllti hann. Svo liðu þeir inn á kyrran sjó; inn- fyrir Hornið. Þá hló Grímur litli. Uppi í fjörunni snýtti Grímur gamli sér, svo að kvað við hátt. Svo þuklaði hann eftir tóbaksdósunum, fékk sér duglega í nefið og hló stuttan, kaldan hlátur. Síðan hóstaði hann nokkkrum sinnum, sneri tóbaksdósunum milli fingra sér og smákímdi. — He, rumdi í honum. Ef þessi hnokki verður ekki sjómaður með tím- anum---------- Það rumdi í honum á nýjan' leik og hann fékk sér dálítið meira í nefið, áður en hann lauk við setninguna. Þarna rétt hjá stóð svo Grímur litli í sjóstígvélum og olíubuxum. Og við hlið hans lítil stúlka með jarpa lokka og beitti lóð. Grími litla varð litið til hennar, og hann roðnaði. Glettnisleg, grá augu hvíldu á honum með dular- fullu augnaráði. S. J. þýddi. Kennarinn: Hvað gerði Skarphéð- inn, þegar Kári stökk út úr bálinu á Bergþórshvoli? Dengsi: Hann dó. Kennarinn: Já, en ... Dengsi: Það var það síðasta, sem hann gerði.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.