Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 23

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 23
UNGA ÍSLAND Nóbelsverðlaunin Þið hafið ef til vill veitt því athygli, að nýlega var þess getið bæði í blöðum og útvarpi, að finnska rithöfundinum Franz Eemil Sillanpáá voru veitt bók- menntaverðlaun Nóbels fyrir yfirstand- andi ár. — Hitt vitið þið kannske einnig, að það, að hljóta þessi verðlaun, er talinn einn mesti heiður, sem rithöf- undi getur hlotnast. En svo vitið þið kannske síður, hvernig á þessum verð- launum stendur eða hvaða maður það var, sem þau eru kennd við. En hann hét Alfred Nobel og var Svíi, fæddur í Stokkhólmi 1833. Faðir hans var efna- fræðingur og strax á unga aldri sýndi það sig, að drengurinn hafði frábærar gáfur og hæfileika í þeirri grein vís- indanna. Vann hann fyrst í verksmiðju föður síns, en fór síðan til Ameríku og dvaldi þar um tíma. Það kom brátt í ljós, að af honum mátti mikils vænta, og árið 1866 fann hann upp dynamitið, sprengjuefnið, sem þið sjálfsagt kann- ist öll við. Með þesari uppfininngu sinni færði hann mönnunum ómetanlegt hjálparmeðal, þegar um það er að ræða að sprengja björg, grafa skurði o. m. fl., en hitt er líka jafn víst, að ekkert efni hefir orðið mönnunum meira til tjóns né orðið fleiri mönnum að bana, en einmitt það. Nægir í því sambandi að minna á heimsstyrjöldina miklu og þær aðrar styrjaldir, er orðið hafa síðan, ásamt þeirri, er nú stendur yfir. Sjálfur var Nóbel hatursmaður styrj- aldanna. „Ég vona að mér takist að finna upp sprengjuefni eða vítisvél, er sé svo hættuleg að enginn þori framar _________________________________ 159 að stofna til styrjalda“, er haft eftir honum. Sú ósk hans rættist ekki, enda er hætt við að þjóðirnar eða forráða- menn þeirra myndu seint hætta stríðs- æsingunum af þeim ástæðum einum. Alfred Nóbel fann upp hvert sprengjuefnið á fætur öðru og varð óhemju ríkur maður. Hann setti á stofn verksmiðjur víðsvegar um Evrópu og rakaði saman peningum. Hann and- aðist 10. des. 1896. Hann hafði aldrei kvongast og átti engin börn. 1 arf- leiðsluskrá sinni mælti hann svo fyrir, að eigur hans, 36 miljónir króna, skyldu lagðar í sjóð og árlegum vöxtum hans varið í verðlaunaskyni, til þeirra fimm manna, er hver í sinni grein væru tald- ir hafa afkastað mestu nytjastarfi í þágu menningarinnar það árið. Þessir menn skyldu á hverju ári vera: einn læknir, einn efnafræðingur, einn eðlis- fræðingur, einn rithöfundur og einn friðarvinur. Verðlaununum var fyrst úthlutað ár- ið 1901 og síðan á hverju ári. Þjóðerni manna kemur ekki til greina við út- hlutun verðlaunanna, aðeins er um það spurt, hvað maðurinn hafi gert. Ennþá hefir engum fslendingi tekist að verða þessa mikla heiðurs aðnjótandi, en allar hinar Noi'ður 1 andaþjóðirnar eiga sinn fulltrúa í þeim hópi, og flest- ar fleiri en einn. Það er því án efa ósk og von okkar allra, íbúa þesa fámenna lands, að ein- hverjum úr okkar hópi takist einnig að komast svo langt. Við trúum því. Við trúum því einnig að heiður hans yrði honum til blessun- ar, og um leið fámennu þjóðinni hans hér norður í Atlantshafinu. S. J.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.