Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 25
UNGA ÍSLAND útgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar þakk- ir fyrir útgáfu þessa rits í hinum prýði- legasta frágangi. Og um leið vil ég benda þeim, sem yndi hafa af lestri góðra bóka, að valið á þessari bók tryggir þeim það, sem gott er — satt og fagurt. J. V. Hafstein. GRÁMANN Fyrir jólin koma jafnan út ótal barna- bækur — misjafnar að gæðum — eins og gengur og gerist um bækur yfirleitt. Ein þeirra barnabóka, sem nýlega er komin á bókamarkaðinn, er sagan af „Grámann" í sérprentun, prýdd skemti- legum og ágætum skurðmyndum eftir Jóhann Briem, listmálara. Æfintýr'ð um Grámann er bráðskemmtilegt og hin besta saga handa börnum, og þegar þar við bætist, að útgefandinn hefir lagt sig fram til að gera allan ytri frágang æf- intýrsins sem fegurstan og vandaðastan, þá er naumast hægt að hugsa sér betri jólagjöf handa börnum, en Grámann. GÚLLÍVER í PUTALANDI LITLI FÍLASMALINN Bókaútgáfan Heimdallur í Reykja- vík hefir nýlega gefið út tvær góðar bækur. Báðar eiga þær sammerkt í því að vera við hæfi barna, en þó athyglis- verðar hverjum sem er. Það er vel, að hafist er handa um útgáfu á „Ferðum Gúllívers", en önn- ur þeirra bóka, sem hér um getur, er fyrsti kafli þeirra, eða „Gúllíver í Putalandi“. Það mun vera óþarfi að kynna þá bók fyrir lesendum Unga ____:_____________________________ 161 íslands, þar sem bókin hefir áður kom- ið út á íslensku og átt miklum vin- sældum að fagna. Munu því foreldrar fagna því að eiga þess nú kost, að gefa börnum sínum þessa ágætu bók, — bók, sem þeir lásu í 'æsku sér til ó- blandinnar ánægju. Þrátt fyrir það, að allmargir kannast við „Gúllíver í Puta- landi“, getum vér ekki stillt oss um, að geta hennar hér að nokkru, því að nú, þegar foreldrar fara að hugsa fyrir barnabókum fyrir jólin, verðum vér að telja það ávinning að sem allra flestum sé það kunnugt, að þessi vin- sæla og ágæta bók er nú aftur komin á markaðinn í góðri útgáfu og ítarlegri en hin fyrri var. Einnig má geta þess, að allmargar myndir prýða hana. Er það vel, þar sem þær eru góðar og því til frekari skýringar á efni bókarinnar. Því miður hefir verið oflítið gert að því að kynna íslenskum börnum og öðr- um, er bóklestri unna rit Rudyard Kiplings. Er því vel að nú skuli vera komin á markaðinn ágæt bók eftir þennan fræga rithöfund. En það er „Litli fílasmalinn“. Þetta er sagan um litla indverska drenginn, sem ann frelsi fjallanna og hættum og starfi fílasmalanna, en hefir óbeit á athafna- leysi og innisetum, Toomai litli fær líka að lifa sitt af hverju á hinni einkenni- legu för, með fílnum Kala Nag, yfir fjöll og firnindi, skóga og straumvötn. Það má segja um þessa bók eins og hina, að hún á erindi til allra, eldri sem yngri. Hinn skemmtilega og sér- kennilega stíl Kiplings kannast lesend- ur Unga Islands við úr sögum þeim, sem birst hafa í blaðinu eftir hann. Vér getum þó ekki látið hjá líða að geta þess, að æskilegt hefði verið, að betur hefði verið vandað til prentunar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.