Unga Ísland - 01.01.1941, Page 11
Refirnir skildu hver annan án þess
að gefa nokkurt hljóð frá sér og skipu-
lögðu árásina. Hér dugði ekkert hik, ef
þeir áttu að ráða niðurlögum rádýrsins.
Þeir sleiktu út um með blóðrauðum
tungunum, skriðu hljóðlaust eftir fros-
inni jörðinni og umkringdu dýrið. —
Nú fyrst varð það hættunnar vart.
Refurinn þaut eins og fugl flýgi yfir
rjóðrið og í sama bili skauzt tófan aft-
an að dýrinu, skellti skoltunum utan
um annan afturfótinn og beit af öllum
kröftum.
Rádýríð sparkaði og snerist, og reyndi
að ná til tófunnar með hausnum, en
liinir refirnir stukku þá framan á það,
sumir bitu í lappirnar, en hinir læstu
klónum og kjaftinum í háls þess. Dýrið
brauzt um, það gat ekki hlaupið og féll
að lokum stynjandi til jarðar og spark-
aði frá sér meðan refirnir rifu sundur
á því hálsinn. Eftir fáar mínútur var
það dautt og vargarnir sleiktu blóðið,
sem rann úr sárunum.
Refirnir gerðu nú ráð fyrir góðri
máltíð, en þá gerðist óvæntur atburð-
ur, svo að vonir þeirra urðu að engu.
Veiðiþjófur læddist um skóginn í átt-
ina til rjóðursins. Þegar þangað kom,
kveikti hann á vasaljósi til að finna slóð
dýranna. Þá sá hann dýrið, sem refirn-
ir höfðu drepið, skammt frá sér. Hann
varð steinhissa, skoðaði það aiákvæm-
lega, kastaði því síðan á bak sér og
hvarf út í myrkrið. En refirnir höfðu
forðað sér hið skjótasta, ennþá æðis-
gengnari af hungri, en áður en þeir
réðust á rádýrið.
*
Tveir skógarmerðir komu hlaupandi
meðfram akveginum, sem lá gegn um
skóginn. Þeir voru soltnir, ekki síður
en refirnir. Vindurinn bar til þeirra
þefinn af heitu blóði. Þeir hlupu í átt-
UNGA ÍSLAND
ina, sem lyktin kom úr, og hún dró þá
að sér, eins og segullinn stálið.
Við bugðu eina á veginum ætluðu þeir
að fara þvert yfir hann, en vegna þess,
hve stormurinn var mikill og snjógus-
urnar fuku stöðugt yfir hann, tóku þeir
ekki eftir bifreið, sem kom brunandi
eftir honum, fyrr en bjarminn af ljós-
um hennar skein á þá. Það kom fát á
þá. Þeir staðnæmdust andartak og þutu
svo áfram, en aðeins annar þeirra
komst klaklaust yfir veginn og út í
skóginn hinum megin, en hinn lá eftir
með brotinn hrygg.
Mörðurinn, sem komst af, hélt áfram
án þess að kæra sig nokkuð urn félaga
sinn, en allt í einu mætti hann refnum,
sem nú var orðinn einn og lá í leyni í
skóginum.
Þeir horfðust grimmdarlega í augu
og létu sem þeir biðu færis, hvor um
sig, til að ráðast á hinn, en hvorugur
kærði sig þó um að eiga það á hættu.
Þeir vissu, að óvíst var, hvor þeirra bæri
sigur af hólmi.Og þegar þeirhöfðu horft
svona hvor á annan um hríð, gekk ref-
urinn hægt aftur á bak, til þess að auka
fjarlægðina á milli þeirra sem mest,
svo hann gæti farið burtu án þess að
það liti út sem flótti, en mörðurinn elti
hann, augu hans tindruðu grimmdar-
lega og hann var ekki á því að hætta
leiknum.
f sama bili fann refurinn þefinn af
særða merðinum og grunaði, að þar
væri mat að fá. Ekkert annað komst að
í hug hans og ætlaði hann að þjóta
þangað sem skjótast, en um leið og hann
sneri sér við, þaut mörðurinn að honum
og beit hann í aðra afturlöppina og
skauzt svo upp í tré áður en refurinn
næði til hans. Þetta bragð lék hann
hvað eftir annað. Það fór að blæða all
mikið úr refnum og hann skildi, að með
&