Unga Ísland - 01.01.1941, Qupperneq 25

Unga Ísland - 01.01.1941, Qupperneq 25
— Ha, ha, ha, ha, hló Felix. Þú ættir að tíekra meira við skepnurnar þínar. Feitur hani galar ekki snemma. Það ættu allir að vita. Ég svelti minn. Óli gat engu svarað. Hann hefði með engu móti getað hugsað sér að svelta dýrin sín, hvað sem í húfi hefði verið. — Felix, sagði hann loks, þú hefir haft hamingjuna með þér, því að nú hefir þú unnið meira land fyrir Uri en þér og nokkrum þinna manna hefði get- að til hugar komið. Þú hefir unnið land, sem hingað til hefir tilheyrt Glarus og það svo lengi sem elztu menn muna. Sýndu nú drengskap og gefðu mér tækifæri að vinna nokkuð af því aft- ur. — Hvað segirðu? anzaði Felix. Tæki- færi! Hafðir þú ekki tækifæri ? Hvernig fór? En Óli hélt áfram í sama dúr: — Jú, Felix, gefðu mér tækifæri enn. Ég skal gera samning við þig. Lofaðu mér að bera þig á bakinu til baka hér upp í fjöllin. Þar, sem ég gefst upp og get ekki lengur borið þig, þar skulu landamerkin vera eftirleiðis. Þú veizt, að ég mun aldrei geta borið þig mjög langt, eins stór og þú ert. Þú hefir öðl- azt mikla hamingju, og þú neitar mér ekki um þetta. Felix var að vísu uppvöðslusamur og raupari fram úr hófi, en hann var ekki neitt illmenni að eðlisfari. Hann fann, að hamingjan hafði verið honum hlið- holl og honum virtist, að þessi spölur, sem Óli bæri hann til baka, gæti aldrei gert mikið, hvorki til né frá, svo mikið land var hann búinn að vinna. Hann * sagði því eftir augnabliks þögn: — Jæja, Óli, þetta er samningur, og þetta er þitt síðasta tækifæri, mundu það. Þú tekur mig á bakið og við skul- UNGA íSLAND um sjá, hve langt þú getur borið mig. Ég er þungur eins og uxi. Án þess að segja eitt einasta orð, tók Óli Felix á bak sér og þrammaði af stað. Felix var mjög langur og fætur hans drógust með jörðu. Felix stríddi Óla með öllu hugsanlegu móti, hæddi hann og kvaldi. „Nú var Óli farinn aö fara hægara“. Brátt varð leiðin á brattann, sleip og grýtt. Steinarnir skrikuðu undan fót- um Óla, er hann tók að klöngrast upp fjallshlíðina með hina þungu byrði. En Óli lét sig ekki. Hann var miklu sterkari en Felix gat búizt við af svona litlum manni. Hann hafði auk þess æft sig mjög fyrir kapphlaupið, og var nú vel upplagður. Hinir sterklegu fætur hans klifu hærra og hærra upp fjallið, þótt hægt gengi. Felix var löngu hættur að stríða Óla og steinþagði, því að smátt og smátt nálguðust þeir tindinn. Og í hlíðunum hinum megin þar var hið frjósama Græn-Alpaengi. 19

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.