Unga Ísland - 01.01.1941, Page 31
drepandi á sýklana í líkamanum og nú
byrjar bardaginn. Sértu hraustur, sigr-
ar þú, sýklarnir eru drepnir og étnir
af hvítu blóðkornunum, bólgan hjaðnar
og sárið grær fljótt og slétt. En sé um
mjög marga sýkla að ræða eða séu þeir
sérstaklega magnaðir og illkynja, eða ef
blóðfrumur þínar eru veiklaðar og lé-
legar, þá stendur bardaginn lengur og
það grefur í sárin, sem kallað er. Það
myndast graftrarígei'ð. Gröfturinn
saman stendur mest megnis af frumu-
leifum, það er að segja hvítu blóðkorn-
unum, sem farið hafa forgörðum í bar-
áttunni. Sem betur fer, er venjan sú,
að þó byrjað sé að grafa í sárinu, þá
sendir líkaminn alltaf fleiri og fleiri
hvít blóðkorn á vígvöllinn, og það held-
ur áfram að grafa í sárinu, þar til sýkl-
arnir fara halloka um síðir, þá hættir
graftrarmyndunin, sárið hreinsast og
grær að lokum, en grær með öri, sem
stendur um aldur og æfi sem minnis-
varði þeirrar orustu, sem þar var háð.
En því miður líkur baráttunni stundum
á annan veg. Sýklarnir sigra. Þeir rjúfa
varnargarð líkamans, bólgugarðinn og
þeir sjálfir og eitur þau, er þeir mynda,
flæða um líkamann. Þetta veldur há-
um hita og miklum veikindum, sem köll-
uð eru blóðeitrun. En sú veiki er oft
banvæn.
Sýklar geta, eins og kunnugt er, kom-
izt inn í líkamann á ýmsan hátt, um
það hefir oft verið ritað hér í blaðinu,
til dæmis gegnum nefið, munn og melt-
ingar- og öndunarfærin yfirleitt, en
hér munum við aðeins gera að umtals-
efni þessa sérstöku sýkla, sem lifa í
ýmsum óhreinindum og sem valda
graftrarígerðum, kýlum og jafnvel blóð-
eitrun, ef þeir komast inn í líkamann
gegnum hörundið.
I gömlu spítölunum, sem ég minntist
UNGA ÍSLAND
á áðan, var allt svo sóðalegt og óhreint,
að undantekning mátti heita, ef öll sár
fylltust ekki af slíkum sýklum. Lækn-
ar og hjúkrunarkonur voru ásátt með
það, að vera óhreinum fötum, er skera
átti einhvern upp. Fannst það ekki
taka því, að fara í hreint til þess að fá
sig ataða í blóði og öðru slíku. Ekki
var heldur haft fyrir, að þvo sér um
hendur, áður en byrjað var á uppskurð-
inum, né heldur, að þvo sjúklingnum.
Verkfærin voru oft óþvegin með storkn-
uðu blóði og greftri, notuð mann af
manni án þess, að vera þvegin. Að sjóða
verkfæri þekktist ekki þá. En einmitt
sökum þessa sóðaskapar var það, að svo
margir sjúklingar dóu úr blóðeitrun eft-
ir uppskurð. Þetta var óttalegt ástand,
og enginn fann það betur en Joseph
Lister.
Joseph Lister var fæddur árið 1827 í
Skotlandi. Læknisfræði nam hann í
Lundúnum, en að loknu námi stundaði
hann lækningar í Edinborg og Glasgow,
fékkst hann aðallega við handlækning-
ar.
Lister var feiminn maður og við-
kvæmur í lund. Hann hafði yndi af
fögru umhverfi og fór oft einförum
langar gönguferðir til þess að njóta feg-
urðar náttúrunnar. Honum tók það
mjög sárt að sjá sjúklinga sína deyja
unnvörpum eftir smærri sem stærri
skurðaðgerðir sem hann hafði fram-
kvæmt með mestu leikni. Og það var
honum engin raunabót að vita, að öðr-
um læknum heppnaðist ekki betur.
En sá var munurinn á, að þeir létu
sér nægja að ypta öxlum og skella skuld-
inni á forsjónina, svona væri þetta nú
einu sinni og um það þýddi ekki að fást.
En Lister gat ekki um annað hugsað,
en hvernig hægt væri að stemma stigu
við böli þessu.
25