Unga Ísland - 01.01.1941, Síða 32
Dag nokkurn hitti Lister kunningja
sinn, sem líka var læknir, sagði sá hon-
um frá frönskum efnafræðingi, sem
Pasteur hét. — Pasteur þessi, sagði
kunninginn, héldi þeirri fásinnu fram,
að matvæli, svo sem mjólk, skemmdust
fyrir tilverknað örsmárra gerla, sem
fyrirfyndust í andrúmsloftinu. Þetta
hafði Lister ekki heyrt áður, en fór nú
að fylgjast vel með tilraunum Pasteurs.
Og þegar Pasteur skömmu seinna sýndi
fram á, að hægt væri að eyða þessum
gerlum í loftinu, gera það gerilsneytt
eins og kallað er, þá greip Lister hug-
myndina á lofti. Þarna var loksins fund-
in orsök allra óhreinu graftrarsáranna
hjá uppskurðarsjúklingunum. — Gerl-
ar hlutu að vera í sárafletinum.
Núna vitum við öll fjarska vel, að
hann hafði á réttu að standa. En í
Glasgow héldu samtíðarmenn hans, að
hann væri orðinn ruglaður, er hann tók
upp á því, að dæla karbólsvatnsúða yfir
verkfærin og þann stað líkamans, sem
aðgerðin átti að gerast á. En karból-
sýra er sterkt sótthreinsunarlyf. Með-
an hann framkvæmdi skurðaðgerðir, lét
hann stöðugt dæla karbólsvatnsúða um
skurðstofuna. Var hann fyrir bragðið
dreginn sundur og saman í háði af öðr-
um læknum. — En áður en langt um
leið urðu þeir að viðurkenna, að alltaf
fækkaði þeim sjúklingum, er dóu úr
blóðeitrun hjá Lister.
Innan skamms komst Lister að raun
um, að sýklar í andrúmsloftinu gætu
tæplega verið eins viðsjárverðir og
sýklar á höndum, fötum, verkfærum og
sáraumbúðum eða jafnvel á húð sjúkl-
ingsins sjálfs. Smátt og smátt án þess,
að hirða um gabb það, sem að honum
var gert, lagði hann grundvöllinn að því
mikla hreinlæti, sem nú á dögum ríkir
á sjúkrahúsum og sérstaklega í skurð-
UNGA ÍSLAND
Eigri Rauöa Kross íslands.
Kemur út 10 sinnum á ári í 16 síðu heftum.
Gjalddagi 1. apríl.
Verð blaðsins er kr. 3,00 árg.
Ritstjórar:
Stefán .lónssoii, SigrurtSur Ifelgnson.
. Framkvæmdastjórn blaðsins annast:
Arngrímur Kristjánsson.
Afgreiðsla er í skrifstofu Rauða Krossins,
Hafnarstræti 5 (Mjólkurfólagshúsinu).
Pósthólf 927.
Prentað í ísafoldarprentsmiÖju li.f.
stofum þeirra og öllu því, er viðkemur
sáralækningum.
Fyrir þúsundum ára hafði Móses
gamli, sem þið kannist við úr Biblíu-
sögunum, sýnt fram á, að hreinlæti væri
öruggasta leiðin-til heilbrigðis. Hann
skipaði svo fyrir, að allar kyrnur, sem
notaðar voru til matargeymslu, skyldu
vera þvegnar vandlega og hann gaf
Gyðingum það boðorð, að þvo alltaf
hendur sínar fyrir máltíðir.
Á nítjándu öld gaf Joseph Lister
læknum og hjúkrunarkonum það boð-
orð, að þvo vel hendur sínar og vera í
hreinum klæðum við störf sín. Boðorð
Listers hefir verið vel haldið, betur en
mörg af boðorðum Mósesar gamla. Og
þann dag í dag getum við þakkað Joseph
Lister fyrir hreinlæti það, sem ræður
ríkjum í góðum sjúkrahúsum.
(Þýtt úr ensku).
Kennarinn: Hvaða gagn höfum við
af vatninu, Kalli minn?
Kalli: Ef ekkert vatn væri, þá gæt-
um við ekki lært að synda, og ef við
gætum ekki lært að synda, þá gætum
við drukknað í ánni.
26
UNGA ÍSLAND