Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 16
Frá árshátíð VF(
F.v. Logi Kristjánsson,fram-
kvæmdastjóri VF(, Viðar Ólafsson,
Valdimar K. Jónsson, Guðrún
Hallgrimsdóttir, Albert
Albertsson og Steinar
Friðgeirsson, formaður VF(.
(Ljósm.Sigrún S.Hafstein)
Skemmtileg árshátíð
Árshátíð VFÍ var að venju haldin fyrsta laugardaginn í febrúar og tókst hún í alla staði
vel. Sigurður Guðmundsson landlæknir var heiðursgestur og flutti hátíðarræðu. Þórður
Búason verkfræðingur var veislustjóri. Eyþór Gunnarsson lék undir borðum, Davíð &
Stefánsson skemmtu og danshljómsveitin Klassík lék fyrir dansi.
Á árshátíð VFI voru fjórir verkfræðingar sæmdir heiðursmerki félagsins fyrir vel unnin
störf irtnan verkfræðinnar og í þágu félagsins. Verkfræðingarnir fjórir eru, Viðar Ólafsson
byggingarverkfræðingur, Valdimar K. Jónsson vélaverkfræðingur, Guðrún Hallgríms-
dóttir matvælaverkfræðingur og Albert L. Albertsson vélaverkfræðingur.
Bridgekeppni á vegum VFÍ
Á vegum VFÍ var haldin bridgekeppni í tvímenningi að Engjateigi 9 þann 8. mars 2006.
Tólf pör eða 24 manns tóku þátt. Góður rómur var gerður að keppninni og verður hún
væntanlega endurtekin að ári. Sigurvegarar kvöldsins voru bræðumir Helgi og Þór Tómassynir.
Frá afhendingu bókarinnar í Ijósi vísindanna
- Saga hagnýtra rannsókna á íslandi.
F.v. Hákon Ólafsson,formaður ritnefndar,
Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráð-
herra og Steinar Friðgeirsson,formaður VFÍ.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
Ritröð VFÍ
Ritröð á vegum VFÍ var hrundið af stað árið 2002 í
tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Fyrsta ritið var
Frumherjar í verkfræði á íslandi og annað ritið ber
heitið Áfl í segulæðum - Saga rafmagns á íslandi í 100
ár. Þriðja ritið kom út í árslok 2005 og var helgað
sögu hagnýtra rannsókna á íslandi og nefnist bókin
/ Ijósi vísindanna. Ekki er að efa að hagnýtar
rannsóknir hér á landi hafa haft veruleg áhrif á
tæknilegar og efnahagslegar framfarir á síðustu
áratugum. Til fróðleiks má geta þess að 70% af öllum
mannvirkjum í landinu hafa verið byggð á síðustu
40 árum. Bókin hlaut góðar viðtökur eins og fyrri
bækur í ritröðinni og er Verkfræðingafélagið
þakklátt öllum þeim sem tóku ritinu svo vel. Hákon
Ólafsson, fyrrverandi formaður félagsins, leiddi
ritun bókarinnar og eru honum færðar sérstakar
þakkir fyrir gott starf.
1 4 | Arbók V F I / T FI 2006