Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 69
FÉLÖG TENGD VFÍ
1.8.1 Lífeyrissjóður verkfræðinga
Ávöxtun og tryggingafræðileg staða
Árið 2005 var þriðja besta ár í sögu sjóðsins hvað ávöxtun varðaði.
Fjárfestingartekjur voru jákvæðar um 2.815 mkr. Mestu skiluðu
innlend markaðsverðbréf. Nafnávöxtun íslenskra markaðshluta-
bréfa í eigu sjóðsins var mjög há, 72,5%, nærri 8% yfir Úrvals-
vísitölunni. íslensk markaðsskuldabréf gáfu hins vegar rýra
ávöxtun, eftir góðar hækkanir næstu ár á undan. Nafnávöxtun
þeirra var jákvæð um 8,1%, en sjóðfélagalán báru 7,5% nafn-
ávöxtun (3,5% raunávöxtun). I samræmi við ákvæði laga um
lífeyrissjóði er meirihluti eigna sjóðsins skuldabréf, að langmestu
leyti í íslenskum krónum. Árið 2005 var ávöxtun slíkra bréfa mun
slakari en árin á undan. Með lækkandi vaxtastigi hefur minnkað til
muna framboð á áhugaverðum fjárfestingarkostum á íslenskum
skuldabréfamarkaði. Ávöxtun erlendra verðbréfa í íslenskum
krónum talið var einnig góð. Nafnávöxtun erlendra hlutabréfa og
verðbréfa sem tengd eru erlendum vísitölum var 15,3% í íslenskum
krónum (13% í dollurum) og var um 0,7% yfir heimsvísitölu hluta-
bréfa. Hins vegar drógu gjaldmiðlavarnir sjóðsins nokkuð úr
ávinningi af erlendum eignum þar sem styrking krónunnar varð
meiri en búist var við.
Nafnávöxtun samtryggingardeildar (fyrir rekstrarkostnað) var
15,2% á árinu 2005, raunávöxtun 10,8% og hrein raunávöxtun
10,6%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 1,8% og
síðustu 10 ár 4,7%. Hrein eign til greiðslu lífeyris í samtrygginga-
deild fór yfir 20 milljarða á árinu og nam 20.666 mkr. í árslok. Til
samanburðar var hrein eign í árslok 2004 16.804 mkr. Hækkunin á
milli ára var 23%.
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar á árinu 2005 voru réttindi skert
hjá öllum sjóðfélögum um 5% í lok síðasta árs. Það ásamt góðri
ávöxtun á síðasta ári bætti tryggingafræðilega stöðu sjóðsins á
árinu úr -6% af heildarskuldbindingum í +1,1%. Áfallnar skuld-
bindingar voru neikvæðar um tæpar 800 mkr. eða -3,8% en
framtíðarskuldbindingar voru jákvæðar um 1.250 mkr. eða 6,1%.
Heildareignir voru því jákvæðar um 450 mkr. króna eða 1,1% af
heildarskuldbindingum.
2001 2002 2003 2004 2005
■■■I Hrein raunávöxtun ----------- 5 ára meöaltal
\________________________________________________________y
Hrein ávöxtun.
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
n i
i i i
2001 2002 2003
Hrein eign til greiðslu
lífeyris. /milljónum króna.
2004
2005