Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 74
Sjóðurinn hefur einnig skrifað gæðahandbók, í tengslum við kröfur Fjármálaeftirlitsins.
Þar er lýst innra skipulagi sjóðsins, helstu verkferlum og innra eftirliti.
Lífeyrissjóður verkfræðinga fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári. I samanburði við aðra
lífeyrissjóði hefur sjóðurinn nokkra sérstöðu:
• Sjóðurinn hefur notað aldurstengt réttindakerfi frá upphafi og var lengst af eini
sjóðurinn sem notaði það. Á síðustu misserum hafa nær allir lífeyrissjóðir tekið
það upp.
• Sjóðfélagar kjósa stjórn sjóðsins. Allir sjóðfélagar sem mæta á aðalfund hafa
atkvæðisrétt og allir sjóðfélagar eru kjörgengir. I flestum öðrum sjóðum tilnefna
vinnuveitendur helming stjórnarmanna en stéttarfélög kjósa eða tilnefna hinn
helminginn.
• Frá upphafi hefur sjóðurinn veitt sjóðfélögum hagstæð húsnæðislán. í 20 ár hefur
sjóðurinn veitt sjóðfélögum veðlán með 3,5% raunvöxtum.
• Sjóðfélagahópur sjóðsins er ákjósanlega samsettur, sérstaklega hvað varðar
örorkulíkur, og ætti það að skila sér til lengdar í auknum hagnaði sem úthlutað er
til sjóðfélaga í formi aukinna réttinda. Sjóðfélagar eru háskólamenntaðir og vinna
að mestu leyti störf sem reyna fremur á huga en hönd, með minni slysahættu og
mun minna líkamlegu sliti en almennt gerist. Örorkulíkur eru með því lægsta sem
gerist meðal lífeyrissjóða. Sjóðfélagar eru almennt vel launaðir og stunda eftir-
sóknarverð störf. Hvatinn er því mikill að fara að nýju út á vinnumarkaðinn eftir
að þeir hafa orðið fyrir tímabundinni skerðingu á starfsgetu.
Breytingar á samþykktum
Á aðalfundi 2006 leggur stjórn sjóðsins til breytingar á sex greinum á samþykktum
sjóðsins. Helstu breytingarnar miða að því að auka sveigjanleika varðandi ráðstöfun ið-
gjalda samtryggingardeildar í séreign og hækka ellilífeyrisréttindi til framtíðar með því
að breyta makalífeyrisréttindum, þó án þess að skerða áunnin réttindi. Aðrar breytingar
lúta að endurbótum á samþykktum til samræmis við það sem almennt gerist meðal
lífeyrissjóða.
Stjórn og starfsmenn
í október á síðasta ári flutti Ari Eiríksson úr landi og hætti í stjórn sjóðsins. í stað hans tók
sæti Óskar Maríusson varamaður. Óskar mun sitja í stjóm sjóðsins næstu tvö ár sem aðal-
maður. í stjórn eru (kjörtímabili lýkur) Sigurður Áss Grétarsson, formaður (2006), Björn
Z. Ásgrímsson, varaformaður (2006), Þórir Guðmundsson (2007), Birna Pála
Kristinsdóttir (2008) og Óskar Maríusson (2008). Varamenn eru Jónas Jónasson (2006) og
Magnús Bjamason (2007).
Stjómin kom saman 19 sinnum frá síðasta aðalfundi, til 16 hefðbundinna stjórnarfunda
og þriggja fjárfestingarfunda. Stjórnarlaun voru 2.734 þúsund krónur á síðasta ári.
Alls störfuðu fimm starfsmenn hjá sjóðnum í fullu starfi á síðasta ári, en að auki voru
starfsmenn í sumarafleysingum og hlutastarfi um skeið. Laun starfsmanna voru 33.227
þúsund krónur á síðasta ári.
7 2 | Á r b ó k VFf/TFÍ 2 0 0 6