Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Side 75
1.8.2 Stéttarfélag verkfræðinga
Stjórn og félagar
Stjóm Stéttarfélags verkfræðinga starfsárið 2005-2006 skipuðu Sveinbjörg Sveinsdóttir
formaður, Jóhanna H. Árnadóttir varaformaður, Hulda Guðmundsdóttir, fráfarandi for-
maður, Sigurður E. Guttormsson ritari, Baldur Grétarsson gjaldkeri, Arnar Gestsson,
Eysteinn Einarsson, Daði Jóhannesson og Sveinn V. Ámason.
Félagar eru um 950. Um 170 félagar vinna á verkfræðistofum, um 260 hjá ríki, 70 hjá
Reykjavíkurborg og sveitarfélögum, rúmlega 400 á almennum markaði og 55 félagar eru
í námi og erlendis og því ekki fullgreiðandi.
Framkvæmdastjóri og rekstur
Árni B. Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fullu starfi frá árinu 2000.
Árni stýrir daglegum rekstri félagsins og situr stjórnarfundi sem og fundi á
vegum nefnda þess. Ingigerður Jónsdóttir var ráðin í hálft starf hjá félaginu síð-
sumars 2005. Hún sinnir ýmsum þjónustuverkum fyrir félagsmenn auk almennra
skrifstofustarfa. Margrét Hólmsteinsdóttir bókari, sem starfað hafði hjá félaginu síðan
árið 2002, hætti störfum að eigin ósk um mitt ár 2005. í kjölfar þess var sú ákvörðun tekin
að úthýsa vinnu við bókhald til reynslu.
Samstarf SV og Verkfræðingafélags íslands hefur verið að aukast stig af stigi og er sam-
starf félaganna mjög gott. Þessi aukna samvinna leiðir óneitanlega til hagræðingar og
bættrar þjónustu við félagsmenn. Á starfsárinu voru tölvugögn SV færð yfir á sameigin-
legan netþjón SV og VFI. Þá var félagaskrá SV færð yfir í Navision úr Fjölni. Þessar
breytingar auðvelda mjög alla starfsemi SV og skapa sóknarfæri inn í framtíðina.
Samninganefndir
í samninganefnd við Reykjavíkurborg sátu Auður Ólafsdóttir formaður, Bjarni
Guðmundsson, Stefán A. Finnsson og Árni ísberg (hætti í febrúar). í samninganefnd við
ríki sátu Helga R. Eyjólfsdóttir formaður, Steingrímur Jónsson, Sveinn V. Árnason, Gísli
Georgsson og Elín G. Guðmundsdóttir. í samninganefnd við Félag ráðgjafarverkfræðinga
(FRV) sátu Eysteinn Einarsson formaður, Ragnar Hauksson og Ásberg Ingólfsson. í
samninganefnd við Launanefnd sveitarfélaga sátu Tore Skjenstad og Árni ísberg.
Útgáfumál
Á heimasíðu SV er aðgangur að miklum upplýsingum og er síðan öflugur fréttamiðill
félagsins. Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands áforma gerð nýrrar
heimasíðu fyrir félögin. Félögin leituðu fanga hjá SV vegna þátttöku félagsins í vinnunni.
Ákveðið var að taka ekki þátt í verkefninu að þessu sinni, enda þjónar núverandi
heimasíða félagsmönnum ágætlega og þátttaka því ekki talin réttlætanleg frá kostn-
aðarlegu sjónarmiði.