Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Side 78
Vinna á árinu 2005
Vinna við sameiningarmál var þungamiðjan í starfsemi SV á starfsárinu 2005-2006 enda
var stjórnin sammála um að leiða málið til lykta á lýðræðislegan máta á starfsárinu. Að
málinu komu formaður og varaformaður SV sem áttu sæti í stýrihópi félaganna þriggja,
stjórn félagsins sem fjallaði um málið með reglulegum hætti, félagsmenn sem aðstoðuðu
stýrihóp auk framkvæmdastjóra félagsins.
Vinna SV hófst á formlegan hátt með kynningarfundi fyrir félagsmenn í apríl. í kjölfarið
var farið í rafræna viðhorfskönnun á meðal félagsmanna í maí, þar sem könnuð voru
viðhorf þeirra til sameiningar SV við TFÍ og VFÍ. Svarhlutfall í könnuninni var 51,97% en
fjöldi í úrtaki var 862 manns. Niðurstaðan var á þá lund að 79,69% félagsmanna voru sam-
þykkir að stefnt skyldi að sameiningu félaganna þriggja sem fyrst en 20,31% voru þessu
mótfallnir. Ymsar gagnlegar ábendingar bárust með í athugasemdum við könnunina.
A vordögum 2005 fékk stýrihópurinn Sævar Kristinsson ráðgjafa frá Netspor til liðs við
sig til að aðstoða við stefnumótunarvinnuna. Síðar bættist lögmaður SV í hópinn, Lára V.
Júlíusdóttir og aðstoðaði við gerð stofnsamnings félaganna, draga að lögum fyrir nýtt
félag og tímaáætlunar fyrir samrunaferlið. Lögmaður TFI og VFÍ átti einnig aðild að
málinu. í júni skipulagði stýrihópur heimsókn til IDA í Danmörku og CF í Svíþjóð í þeim
tilgangi að viða að sér upplýsingum og fræðast um reynslu félaganna af sameiningar-
málum. Er liðið var á haust aðstoðaði endurskoðandi félaganna, Kristinn Gestsson, við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir hið nýja félag.
Undir lok sumars 2005 lagði stýrihópurinn fram tillögur um uppbyggingu og stefnu-
mótun sameiginlegs félags sem m.a. voru byggðar á niðurstöðum þeirra tveggja nefnda
sem störfuðu fyrir hópinn og upplýsingum sem sóttar voru til féíaga verkfræðinga og
tæknifræðinga í öðrum löndum um reynslu þeirra af sambærilegum samrunaferlum
félaga. Lagt var til að öll félögin myndu sameinast í einu félagi, Verkfræðingafélagi
íslands, sem yrði öflugur málsvari fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga og sem gætti
hagsmuna félagsmanna í hvívetna og stæði vörð um réttindi þeirra og gæði menntunar.
Auk þess að innan félagsins færi fram öflug og lifandi starfsemi myndi félagið stuðla að
bættum kjörum og aukinni starfsánægju félagsmanna. Að lokinni umfjöllun í stjórnum
félaganna tók við kynning á niðurstöðunum í Verktækni og á fundum.
Tillögur stýrihóps voru kynntar á meðal hóps félagsmanna á samráðsfundi SV, TFÍ og
VFÍ í október. I framhaldinu var haldinn sameiginlegur félagsfundur SV, TFÍ og VFÍ 9.
nóvember en þar sagði Lisbeth Kaas Andersen frá IDA frá sameiningu verkfræðinga og
tæknifræðinga í Danmörku, Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur kynnti drög að lögum og
stofnsamningi, Kristinn Gestsson endurskoðandi kynnti fjárhagsáætlun 2007, Eysteinn
Einarsson ræddi markmið og framtíðarsýn nýs félags auk þess sem formenn gerðu stutta
grein fyrir afstöðu stjórna félaganna. Guðmundur G. Þórarinsson var fundarstjóri. í
framhaldi fundarins hófst undirbúningur fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu innan félag-
anna þriggja.
Niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslu innan SV í upphafi árs 2006
í janúar 2006, efndi félagið til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna um sam-
einingarmál og stóð kosning til 10. febrúar 2006. A sama tíma fór einnig fram alls-
herjaratkvæðagreiðsla innan TFÍ og VFÍ.
Skemmst er frá því að segja að tillagan var samþykkt í SV þar sem 68,95% þeirra sem
greiddu atkvæði sögðu „Já" en 29,34% sögðu „Nei". Kosningaþátttaka hjá SV var
39,86%. Þetta nægði þó ekki til að veita málinu brautargengi því félagsmenn í VFÍ felldu
tillöguna en 2/3 hluta greiddra atkvæða þurfti til þess að breyta lögum félagsins. Aðeins
57,89% félagsmanna VFÍ sem atkvæði greiddu sögðu „Já" en ”41,30%" sögðu „Nei".
Kosningaþátttaka hjá VFÍ var 44,19%. Félagsmenn TFÍ samþykktu tillöguna hins vegar