Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 83
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLA 2005
Helstu niðurstöður
Bráðabirgðatölur fyrir árið 2005 benda til að landsframleiðslan hafi aukist um 5,5% vegna
ört vaxandi þjóðarútgjalda. Til viðbótar við stóriðjufjárfestingar urðu ófyrirséðar breyt-
ingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og inn-
flutning.
Óhjákvæmileg afleiðing tímabundinna búhnykkja hefur verið stórfelldur viðskiptahalli
sem nam 16,5% af landsframleiðslu árið 2005.
Verðbólga var um 4% árið 2005 vegna mikillar hækkunar fasteignaverðs sem náði jafn-
framt hámarki um miðbik ársins.
Islenska hagkerfið er orðið hluti af alþjóðlegu efnahagslífi, með öllum þeim tækifærum
og áskorunum sem því fylgja. I alþjóðlegum skýrslum er íslenska hagkerfið talið með
þeim samkeppnishæfustu í heiminum vegna mannauðs, tæknistigs og skipulagsmála.
Fyrirtækin, sem búa við sveigjanleg starfsskilyrði, eru ábatasöm og vel í stakk búin að
takast á við breytilegar aðstæður. Þá er staða ríkissjóðs sterk og eignir landsmanna
margfalt meiri en skuldir þeirra.
Efnahagsframvindan 2004 og 2005
Hagvöxtur hér á landi var 8,2% árið 2004. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til að
hagvöxtur árið 2005 hafi verið 5,5%. Þessi mikli hagvöxtur var fyrst og fremst borinn
uppi af ört vaxandi innlendri eftirspurn, m.a. vegna fyrirséðra stóriðjuframkvæmda en
einnig vegna ófyrirséðra breytinga á húsnæðislánamarkaði árið 2004 og á skulda-
bréfamarkaði árið 2005. Hagkerfið varð því fyrir meiri eftirspurnarhnykk þessi ár en
reiknað var með þegar ráðist var í frekari uppbyggingu stóriðju.
A ráðstöfunarhlið þjóðhagsreikninga má greina hagvöxtinn á eftirfarandi hátt. Vöxtur
einkaneyslu var 7,2% að magni til árið 2004 og 11,9% árið 2005. Fjárfesting jókst enn meira
eða 29,2% árið 2004 og 34,5% árið 2005, aðallega vegna stórframkvæmda við virkjanir og
byggingu álvera. Samanlagt var vöxtur þjóðarútgjalda um 10,4% árið 2004 og 14,9% árið
2005. Þessum útgjöldum fylgdi vaxandi innflutningur og viðskiptahalli við útlönd,
sérstaklega árið 2005 þegar hann nam um 164 milljörðum króna eða 16,5% af landsfram-
leiðslu. í þessu samhengi ber að geta að gengi krónunnar hækkaði um 10% gagnvart
erlendum gjaldmiðlum á árinu 2005 en það jók kaupmátt landsmanna erlendis. Jafnframt
hafði aukinn viðskiptahalli áhrif til að hagvöxtur árið 2005 mældist minni en árið á undan
þrátt fyrir mun meiri vöxt þjóðarútgjalda það ár.