Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 94
O R K U M Á L
Orkunotkun og orkuvinnsla
• Heildarvinnsla á orku og notkun á innfluttri orku nam 154,9 PJ á árinu 2005 á móti
149,4 PJ árið á undan. Hún jókst um tæp 4% milli ára.
• Meðalorkunotkun hvers íslendings er sjöföld meðalnotkun annarra jarðarbúa.
• Við vinnum tæp 72% af okkar orku úr endurnýjanlegum orkulindum. Hlutfall slíkra
orkulinda í orkubúskap heimsins er aðeins 10%.
• Raforkuvinnsla jókst um 0,7% frá fyrra ári. Sala raforku til stóriðju lækkaði um 0,8% en
hækkaði um 2,4% til almennings. Samtals nam raforkuvinnslan 8679 GWh eða 29,1
MWh á hvern íbúa, sem er með því mesta í veröldinni.
• Hlutur vatnsorku í heildarorkunotkun landsmanna var 16,3%.
• Vinnsla raforku með jarðhita nam 1658 GWh á árinu 2005 á móti 1483 árið á undan.
Hlutdeild jarðhita í heildarorkunotkuninni var 54,9%.
• Hlutur innfluttrar orku (jarðefnaeldsneytis) í heildarorkubúskapnum nam 28,8%.
Hlutfallið lækkaði frá fyrra ári.
Verðlag á orku
• Liðið ár var fyrsta árið í nýju lagaumhverfi á raforkumarkaði.
• Verð fyrir almenna heimilisnotkun hækkaði hjá Vestfirðingum í dreifbýli um 24% en
lækkaði um 4% hjá notendum RARIK í þéttbýli. í meðaltali vegur þyngst hækkun
Orkuveitu Reykjavíkur um 7,8%.
• Líkanreikningar fyrir aflkaup gefa 16,3% hækkun hjá Vestfirðingum í dreifbýli en um
21% lækkun hjá aflkaupendum hjá RARIK í þéttbýli, en hjá Orkuveitu Reykjavíkur um
2%. Vegna breytinga á töxtum, niðurfellingar og sameiningar, geta einstakir notendur
fengið á sig töluverða hækkun.
• Líkanreikningar fyrir rafhitun gefa 2,9% hækkun í þéttbýli á Vestfjörðum og 12,6%
hækkun hjá kaupendum RARIK í dreifbýli, en aðstæður geta verið svo ólíkar að
breytingar séu meiri.
• Verð á heitu vatni lækkaði um 0,5% að meðaltali. Vegur þar þyngst að Orkuveita
Reykjavíkur lækkaði gjaldskrá sína um 1,5% og Norðurorka lækkaði um 1,6%.
9 2
Arbók VFf/TFl 2006