Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 158
Eftirlit kaflans frá Álftanesvegi að Lækjargötu var í höndum Fjölhönnunar ehf., en frá
Lækjargötu að Ásbraut í höndum Hönnunar hf.
Magntölur samkvæmt lokauppgjöri:
Reykjanesbraut 41, Lækjargata - Ásbraut:
Fyllingar/fláafleygar: 185 þús. m3
Burðarlög:
Malbik:
Frágangur yfirborðs:
Steypa:
Steypustyrktarjárn:
Heildarkostnaður verks u.þ.b.:
35 þús. m3
42 þús. m2
80 þús. m2
2.800 m3
353 tonn
750 m.kr.
Reykjanesbraut 41, Álftanesvegur - Lækjargata
Fyllingar/fláafleygar:
Burðarlög:
Malbik:
Frágangur yfirborðs:
Steypa:
Steypustyrktarjárn:
Heildarkostnaður verks u.þ.b.:
39 þús m3
46 þús m3
44 þús m2
60 þús m2
1.442 m3
163 tonn
800 m.kr.
Viðurkenning Vegagerðarinnar fyrir vegagerðarmannvirki 2002-2004
Norðausturvegur (85) á Tjörnesi
Viðurkenning Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja var afhent á Akureyri
26. október 2006. Það voru Norðaustursvæði Vegagerðarinnar og verktakinn ístak hf. sem
tóku á móti viðurkenningarskjölum fyrir Norðausturveg (85) á Tjörnesi. Til greina komu
verk sem lokið var við á árunum 2002-2004.
Þessi viðurkenning hefur einu sinni áður verið veitt og var það fyrir mannvirki sem lokið
var við á árunum 1999-2001. Þá var það Vatnaleið sem var valin.
Greinargerð dómnefndar
Á síðasta ári (2005) var gefin út orðsending um reglur um viðurkenningu Vegagerðar-
innar fyrir gerð og frágang mannvirkja (nr. 8/2005). í framhaldi af því var skipuð dóm-
nefnd til að annast mat og veitingu viðurkenningarinnar. í nefndina voru skipuð þau
Guðmundur Arason, Helgi Hallgrímsson og Ásrún Rúdólfsdóttir (formaður). Helgi
Hallgrímsson baðst lausnar frá verkefninu fljótlega eftir að það fór af stað og var
Eymundur Runólfsson skipaður í hans stað.
Samkvæmt áðurnefndum reglum skal umhverfisnefnd hvers umdæmis tilnefna tvö til
fimm mannvirki, sem lokið var við á árunum 2002-2004. Verkefni dómnefndar er að velja
þrjú til fimm bestu verkefnin, raða eftir gæðum og hlýtur besta verkefnið viðurkenningu.
Alls voru tilnefnd tuttugu og eitt verkefni úr öllum umdæmum. Dómnefndin skoðaði öll
mannvirkin og mat þau. Við það mat var bæði horft til hönnunar og útfærslu. Litið var
til upplifunar vegfarenda, aðlögunar að landi, frágangs o.fl. atriða. Þá var einnig tekið
tillit til þess hve erfið verkefnin voru að mati nefndarinnar. Þessi atriði voru síðan vegin
saman og heildamiðurstaðan réð vali dómnefndar. Valið miðar að því að draga fram það
sem best er gert í vegamannvirkjum á umræddu tímabili. Valið var erfitt því mörg þeirra
verkefna, sem dómnefndin skoðaði voru mjög vel af hendi leyst. Valið byggist á mati
dómnefndarmanna, tilfinningu þeirra og smekk, og verður það því alltaf umdeilanlegt.
Það er mat dómnefndar að hönnun þeirra mannvirkja sem skoðuð voru hafi í flestu tek-
ist vel, en frekar megi finna að útfærslu og frágangi þeirra. Þar má benda á nokkur atriði,
sem koma fyrir. Gróft burðarlagsefni nær út í yfirborð vegfláans og torveldar jöfnun og
uppgræðslu. f sumum tilvikum er reyndar um að ræða ákvörðun hönnuðar um að svona
1 5 6 | Árbók VFl/TFl 2006