Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 159
skuli frágangurinn vera. Línur í bríkum brúa eru á
stundum flöktandi. Skeringar eru oft brattar, stundum of
brattar að mati dómnefndar og skapa hættu vegna
grjóthruns í skurði á vegsvæðinu. Hætta er á slysum
vegna þessa ef útafakstur verður. Dómnefndin vill vekja
athygli vegagerðarfólks á þessum atriðum og hvetja það
til að gefa þeim gaum. Niðurstaða dómnefndar varð sú
að velja sex verkefni, sem skáru sig nokkuð úr að hennar
mati. Nefndin valdi síðan eitt af þessum mannvirkjum til
viðurkenningar en taldi ekki efni til að raða hinum
fimm. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir mati
dómnefndar á þeim mannvirkjum, sem hún taldi skara
fram úr.
Reykjanesbraut (41), endurbætur um Hafnarfjörð
Vel hönnuð mannvirki við krappar aðstæður. Sérstak-
lega má benda á mannvirki sem snúa að mjúkum veg-
farendum, svo notuð séu orð umhverfisnefndar, og frá-
gang þeirra.
Brýr sunnan til á kaflanum og undirgöng við Læk og frá
Lækjarskóla eru mjög vel hönnuð mannvirki og vel
byggð. Frágangur er allur í góðu lagi, bæði gróður og
hleðslur.
Vestfjarðavegur (60) um Bröttubrekku, milli
Borgarfjarðarsýslu og Dalasýslu
Kaflinn sem tilnefndur er ætti að ná að Suðurá, ekki
Austurá að mati dómnefndar.
Aðlögun að landi hefur tekist vel þrátt fyrir þröngar
aðstæður á nokkrum stöðum, svo úr verður mjög fall-
egur vegur í fögru landslagi. Frágangur er nokkuð
góður eins og segir í umsögn umhverfisnefndar, en við
Bjarnadalsá er missig og aflögun á kassahleðslu orðið
nokkuð áberandi. Skeringar í lélegu bergi eru sums
staðar of brattar að mati dómnefndar.
Vestfjarðavegur (60), Múli-Vattarnes,
Austur-Barðastrandarsýslu
Veglína í heild er í góðu lagi og vegurinn fellur vel inn í
landslagið, þrátt fyrir krappar beygjur sem landslagið
krefst. Lágmarksrót hefur orðið á gróðri sem fyrir var og
sáning er góð.
Brúin á Múlaá er mjög falleg og mjög vel frágengin í alla
staði. Bergskeringar eru fullbrattar að mati dómnefndar
og stíflur í skurðum við veginn full stórar. Slysahætta
vegna grjóthruns var skoðuð sérstaklega.
Kynning og tæknigreinar fyr
Reykjanesbraut (41),
endurbætur um Hafnarfjörð.
Vestfjarðavegur (60)
um Bröttubrekku.
Vestfjarðavegur (60),
Múli - Vattarnes. Klettsháls.
irtækja og stofnana «15 7