Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 161
Afhending viðurkenningar fyrir
vegagerðarmannvirki 2002-2004 á
Akureyri 23.október 2006.
Frá vinstri talið:
Birgir Guðmundsson, svæðisstjóri
Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar.
Fanney S. Ingvadóttir.Teikn á lofti,
hönnun áningarstaðar.
Guðmundur Heiðreksson
Vegagerðinni, hönnuður.
Sigurður Oddsson Vegagerðinni,
umsjón framkvæmdar.
Hermann Sigurðsson verkefnisstjóri
(staks.
Loftur Árnason framkvæmdastjóri
(staks.
Ingólfur Jóhannsson garðyrkjumaður,
verktaki við áningarstað.
Frá dómnefnd
Dómnefnd sú sem skipuð var til að annast veitingu þessarar viðurkenningar Vega-
gerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja, er nú að ljúka störfum. Dómnefndin hefur
í störfum sínum tekið mið af orðsendingu nr. 8/2005 um reglur um slíka viðurkenningu.
I einu atriði hefur nefndin farið á svig við reglurnar. Þar segir að velja skuli fimm mann-
virki og velja eitt til viðurkenningar. Dómnefndin valdi sex, þar sem ekki þau þóttu öll
nokkuð sambærileg hvað einkunnagjöf varðaði. Eitt verkefni var tekið út úr mati, en það
er Þjórsárbrú. Því verkefni er ekki lokið og er frágangur reiðvegar þar enn í gangi.
Dómnefndin ákvað að meta það ekki hálfklárað, heldur leggur hún til að það verk verði
metið þegar því er lokið að fullu. Það er mat dómnefndar að þau mannvirki sem voru
tilnefnd að þessu sinni séu um margt betri en áður hefur verið, en ekki skal mat lagt á
hvort tilurð þessarar viðurkenningar eigi þar einhvern þátt í eða eingöngu mehTaður
allra þeirra sem koma að þessum verkum. Nokkrar tafir hafa orðið á störfum dómnefnda
að þessu sinni og er ein orsökin sú að tilnefningar bárust seint árið 2005 og dómnefnd gat
ekki skoðað mannvirkin haustið/veturinn 2005 vegna snjóa. Því leggur dómnefndin til
að tilnefningar verði tilbúnar snemma árs það ár sem viðurkenninguna á að veita. Dóm-
nefnd getur þá notað vor og sumar til að meta mannvirkin og viðurkenningin verði
afhent að hausti. I störfum sínum hefur dómnefndin komist að því að ekki hentar að nota
sömu viðmið fyrir öll mannvirki, þ.e. að erfitt er að meta hefðbundið vegamannvirki og
frágang námu með sömu aðferðinni. Því vill dómnefndin varpa þeirri spurningu fram
hvort matsflokkar eigi að vera fleiri en einn, þannig að allar tegundir mannvirkja og frá-
gangur þeim njóti sannmælis. I störfum sínum hefur dómnefndin fundið fyrir vaxandi
áhuga á þessu máli meðal starfsmanna Vegagerðarinnar. Því er vonast til að veiting
viðurkenningarinnar hvetji Vegagerðarfólk til að leggja sig stöðugt fram við hönnun,
gerð og frágang mannvirkja. Með tilliti til þessa er það skoðun nefndarinnar að halda beri
áfram þessu starfi. Að lokum vill dómnefndin þakka yfirstjóm Vegagerðarinnar traust
það sem henni var sýnt, svo og starfsmönnum fyrir ánægjulegt samstarf.
Asrún Rúdólfsdóttir Eymundur Runólfsson Guðmundur Arason
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i159