Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 203
Pappi.is hefur lagt sundlaugardúka, meðal annars í
sundlaug Breiðholtsskóla í Reykjavík og í sundlaug-
ina á Höfn í Hornafirði.
Sundlaugadúkar fást í öllum litum, jafnt til notkunar
innan- og utanhúss. Þeir eru slitsterkir, með poly-
esterstyrkingu, og þola vel sólarljós, klór og önnur
íblöndunarefni. Þeir henta bæði í nýjar sundlaugar
og til viðhalds eldri sundlauga. Hægt er að festa
dúkinn á stein, ál, stál, plast og tré. Dúkarnir henta
jafnframt fyrir tjarnir í húsgörðum.
Viðhalds- og endurnýjunarverkefni eru meðal
annars bílageymsla við Krummahóla í Reykjavík og
fyrir Reykjavíkurborg sundlaugin í Laugardal og
fjöldi skóla og leikskóla.
Fyrir Orkuveituna hefur verið unnið að viðgerðum
og nýlögnum á spennistöðum, vatnstönkum,
dæluhúsum o.s.frv.
Til fyrirtækisins leitar fjöldi einstaklinga, m.a. vegna
lekavandamála í húsurn sínum.
Til að standast kröfur útboðslýsinga hefur pappi.is
öðlast viðurkennd réttindi frá framleiðendum til
lagningu dúkanna. Fyrirtækið er viðurkennt sem
verktaki af framleiðendum og umboðsaðilum eftir-
talinna þakpappaframleiðanda: Hetag Tagmateri-
aler A/S, Trelleborg Phönix, Icopal, Isola og
Nebiprofa (ATAB).
Pappi.is hefur öll löggild réttindi sem krafist er á
Evrópska efnahagssvæðinu við lagningu plastdúka,
réttindi sem útgefin eru af The Fusion Certificate
Secretariat og Alkor Draka í Danmörku.
Árið 2006 öðlaðist pappi.is réttindi frá Firestone
(gúmmídúkaframleiðendum) og dúkar frá þessum
framleiðanda hafa bæst við úrval fyrirtækisins.
Þrátt fyrir stuttan starfstíma fyrirtækisins hefur hluti
starfsmanna þess bæði þekkingu og reynslu í
lagningu þakefna, m.a. frá Danmörku og Noregi, og
hafa sótt námskeið og aflað sér suðuréttinda sem
gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrirtækið sendir starfsmenn sína reglulega á
námskeið hjá framleiðendum og löggiltum skólum
til endurnýjunar réttindanna, þrátt fyrir að engra
réttinda við lagningu dúka sé krafist á Islandi.
Starfsmenn pappa.is eru þrír til sex, eftir árstíðum.
Helsti viðskiptaaðili fyrirtækisins í PVC-dúkum er
Alkor Draka, sem er einn stærsti dúkaframleiðandi í
heimi.
Vefsíða fyrirtækisins er www.pappi.is og allar
upplýsingar eru veittar í síma 557 8030.
Lagður var dúkur í nýja tjörn í garði ein-
býlishúss í Mosfellsbæ.