Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 213
eftir lokuðum færiböndum í síló sem er 40 metra hátt og 35 metrar í þvermál og rúmar
85 þúsund tonn af súráli. Sílóið var steypt samfellt með skriðmótum á aðeins 17 dögum.
Raforkan - Rafveitan
I álverinu við Reyðarfjörð verður afkastamesta rafveita á landinu. Fjarðaál kaupir alla
raforku frá Kárahnjúkavirkjun samkvæmt raforkusamningi til 40 ára. Með tilkomu
Kárahnjúkavirkjunar eykst raforkuframleiðsla á Islandi um nærri 60%. Uppsett afl
virkjunarinnar er 690 megavött en álverið mun nota rúmlega 5.000 gígavattstundir á ári.
Landsnet flytur raforkuna um 53 kílómetra leið frá Fljótsdalsstöð eftir tveimur 220 kíló-
volta raflínum sem liggja hvor um sinn dalinn, Flallsteinsdal og Þórdal, til þess að lág-
marka líkur á straumrofi. Línurnar eru byggðar fyrir 420 kílóvolta spennu þannig að
hægt er að reka þær á hærri spennu í framtíðinni ef verða vill. Þess má geta að í raf-
línunum eru sams konar álvírar og Fjarðaál mun framleiða. I afriðli Fjarðaáls verður rið-
straumi breytt í jafnstraum sem síðan fer í gegnum ker álversins.
Rafgreiningarkerin - Framleiðslulínan
I kerskálanum verða samtals 336 þverliggjandi AP-30 rafgreiningarker. Rafstraumurinn
fer eftir leiðurum úr áli í gegnum öll kerin í einni raðtengdri seríu. Straumurinn verður
allt að 365 kílóamper en spennan á hverju keri aðeins um 4,25 volt og heildar-
spennumunur yfir alla framleiðslulínuna 1.500 volt. Þetta er öflugasta álframleiðslulína í
heiminum, en tæknilega væri þó hægt að fjölga kerunum upp í 360 ef meiri orka væri
fáanleg. AP-30 kerin frá Pechiney í Frakklandi eru 14 metra löng og 5 metra breið. Kerin
eru úr járni og eru þau fóðruð með eldföstum múrsteinum til þess að draga úr hitatapi. I
hverju keri eru 20 bakskaut í botninum og 40 forskaut sem fest eru á skautbrú yfir
kerunum. Álhurðir loka yfirbyggingu keranna og frá hverju keri er öflugt afsog inn í
lofthreinsivirki. Pechiney hefur gert tilraunir með enn stærri ker, AP-50, fyrir allt að 500
kílóampera straum. Sá kostur var skoðaður fyrir álverið við Reyðarfjörð en þótti ekki
fýsilegur.
Forskautin - Skautsmiðjan
Forskautin, jákvæðu pólarnir, eru nærri 1.000 kg
þungar kolefnisblokkir frá nýrri rafskautaverk-
smiðju Alcoa í Mosjöen í Noregi. Ársþörf Fjarðaáls
fyrir forskaut verður um 180.000 tonn. Gámaskip
munu koma til Reyðarfjarðar með forskaut frá
Noregi á um það bil tíu daga fresti. Siglingin tekur
aðeins 26 klukkutima. I skautsmiðju Fjarðaáls verða
forskautin fest á gafla úr áli og stáli. Forskautin leiða
rafmagnið í rafgreiningarlausnina og gegna um leið
því hlutverki að leggja kolefni til efnahvarfanna og
hita upp rafgreiningarlausnina. í hverju keri eru 40
forskaut þannig að í kerskálunum verða samtals
13.440 forskaut. Forskautin eru fest á skautbrú yfir
kerinu og látin síga niður í rafgreiningarlausnina
eftir því sem þau brenna upp. Skipta þarf um
forskautin, eitt par í senn, á um það bil 28 daga
fresti. Skautskiptin eru framkvæmd úr sex fjöl-
hæfum krönum sem eru á brautum í loftinu. Á krön-
unum eru meðal annars griparmar, loftbor, skófla og
skammtari fyrir rafgreiningarlausn. Sjálfvirk stýring
á krönunum tryggir að nýjum skautum sé komið