Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 232
~\
Mynd 5. Aurfylling Hálslóns sem hlutfall af upphaflegu rúmmáli
sem fall af tíma samkvæmt aurburðarlíkaninu án (bláu llnurnar) og
með (svörtu llnurnar) áhrifa loftslagsbreytinga. Heila llnan sýnir meðal-
gildi spárinnar og brotnu llnurnar 90% vikmörk fyrir bæði tilfellin.
Mynd 7. Aurfylling Hálslóns sem hlutfall af upphaflegu rúmmáli
sem fall af tfma samkvæmt aurburðarlíkaninu án (bláu llnurnar) og
með (svörtu llnurnar) áhrifa loftsslagsbreytinga, keyrt 110.000 ár.
Eins og á mynd 5 sýnir heila llnan meðalgildi spárinnar og brotnu
llnurnar 90% vikmörk fyrir bæði tilfellin.
Hhjtfatl af upphaflegu rúmmáli lónsins
Mynd 6. Dreifing aurfyllingar Hálslóns eftir 500 ár samkvæmt aur-
burðarlíkaninu byggt á 2000 Monte Carlo hermunum. Rauða línan
sýnir uppsöfnuð líkindi (hægri ás).
5000 6000
Tími (ðr)
Niðurstöður Monte Carlo keyrslnanna fyrir aur-
burðarlíkanið er að finna á mynd 5, með og án áhrifa
loftslagsbreytinga. Heila bláa línan sýnir niðurstöður
meðalgildis keyrslna fyrir 500 ár án áhrifa lofts-
lagsbreytinga, þ.e. Brúarjökull minnkar ekki. Brotnu
bláu línurnar sýna niðurstöður Monte Carlo keyrsln-
anna í formi 90% vikmarka, þ.e. í 90% tilfella fyrir
2000 keyrslur þar sem gildi inntakstikanna var
fengið úr dreifingu stikanna, voru niðurstöður
keyrslnanna innan brotnu línanna. Það má því til
dæmis fullyrða að miðað við núverandi aurburð inn
í Hálslón eru 90% líkur á að eftir 300 ár sé lónið
52-77% fullt af aur og um 5% líkur á að það sé minna
en um 90% fullt eftir 500 ár. Líftími Hálslóns miðað
við núverandi aurburð samkvæmt líkaninu hefur
miðgildið 470 ár og 5% líkur á að lónið sé fullt af aur
eftir 390 ár og 95% líkur að lónið sé fuilt af aur eftir 580 ár.
Heila svarta línan á mynd 5 sýnir aurburð inn í lónið
að teknu tilliti til áhrifa loftslagsbreytinga. Eins og
rakið er í Garðarsson og Elíasson (2006) hefur hörfun
jökulsins verulega áhrif á aurfyllingarhraða Hálslóns
og meðalgildi hermunarinnar sýnir að aur hefur
aðeins fyllt um 45% af lóninu eftir 500 ár. Brotnu
svörtu línurnar sýna niðurstöður Monte Carlo
keyrslnanna í formi 90% vikmarka, þ.e. í 90% tilfella
fyrir 2000 keyrslur þar sem gildi inntaksstikanna var
fengið úr dreifingu stikanna, voru niðurstöður
keyrslnanna innan brotnu línanna. Niðurstöðurnar
sýna að eftir 500 ár eru 90% líkur á að aurfylling
lónsins nemi 35-59% af núverandi rúmmáli þess.
Myndin sýnir einnig að dreifing niðurstaðnanna er
ekki samhverf um miðgildið, frekar en fyrir bráðn-
unarlíknið, þar sem efri vikmörkin eru lengra frá
miðgildinu en neðri vikmörkin. Þetta sést glögglega
á mynd 6, sem sýnir dreifingu niðurstaðnanna eftir
500 ár, sem sýnir að dreifingin er skökk upp á við.
Rauða línan á myndinni sýnir uppsöfnuð líkindi á
aurfyllingu lónsins þannig að þar má til dæmis lesa
að það eru 80% líkur að aurfylling lónsins verði
minni en 50% af upphaflegu rúmmáli lónsins eftir 500 ár.
Að lokum var líkanið keyrt í 10.000 ár til að meta
vikmörk á líftíma Hálslóns að teknu tilliti til lofts-
lagsbreytinga. Niðurstöður þessara keyrslu er að
finna á mynd 7. Myndin sýnir að líftími lónsins hefur
miðgildi um 10.000 ár og um 5% líkur eru á að lónið
verði orðið fullt af aur eftir tæp 6.000 ár og 95% líkur
á að það verði orðið fullt eftir um 16.000 ár. Spár um
þróun náttúrunnar til þúsunda ára byggist að sjálf-
sögðu á því að fyrrgreindar forsendur gildi í þann
tíma en það má að sjálfsögðu gagnrýna. Hins vegar
má segja að þetta sé besta matið sem hægt er að leg-
gja á þessa þróun miðað við fyrirliggjandi gögn og
vitneskju um svæðið.
2 3 0 | Árbik VFl/TFl 2006