Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 293
Strákagöng
Fyrstu „alvöru" veggöngin voru gerð til að rjúfa vetrareinangrun Siglufjarðar í gegnum
fjallið Stráka á árunum 1965-1967 og eru göngin 783 m löng í bergi. Jarðfræðilegar
aðstæður voru allgóðar og gekk gröftur þeirra þokkalega miðað við fremur frumstæðan
tækjabúnað og vinnuaðferðir. Engin sprautusteypa var þá til taks og bergboltar lítið sem
ekkert notaðir til bergstyrkinga. Hins vegar var töluvert af stálbogum notaðir til styrk-
inga en síðar voru þessir kaflar fóðraðir með staðsteyptri steypu eða samtals um 150 m
að lengd. Öryggisnet var hengt upp í gangaþak til að grípa lausa steina sem annars gætu
dottið niður á akbrautina. Reglulega hefur þurft í gegnum árin að hreinsa grjót úr þess-
um netum.
Oddskarðsgöng
Byrjað var á Oddskarðsgöngum árið 1972 og gekk verkið mjög hægt, m.a. vegna erfiðra
jarðfræðilegra aðstæðna og frumstæðs tækjabúnaðar og skorts á fjármagni til
framkvæmdanna. Göngin voru sprengd á árunum 1972 og 1973 og tók verkið langan
tíma þó göngin séu einungis 441 m að lengd í bergi. Öllu verkinu, með vegskálum og
aðkomuvegum, var ekki að fullu lokið fyrr en árið 1977. Engin sprautusteypa var notuð
við gangagerðina og eitthvað lítilsháttar var notað af svokölluðum „perfoboltum".
Nokkrir stálbogar voru notaðir til styrkinga sem og staðsteypt fóðring og net var hengt í
gangaþak til að grípa lausa steina. Nokkuð var um hrun úr veggjum og gangaþaki meðan
á gangagerðinni stóð og einnig kom fyrir að stórar fyllur féllu úr lofti eftir að ganga-
gerðinni lauk. Kostnaður við verkið varð um tvöfalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu
ráð fyrir.
Ólafsfjarðarmúli
Gangagerð í Ólafsfjarðarmúla (1988-1990) gekk vel og var verkinu lokið á tilsettum tíma
og innan kostnaðaráætlunar. Tækjabúnaður og vinnuaðferðir voru mun nútímalegri en í
fyrri göngum og þar nýttist reynslan úr gangagerð við Blönduvirkjun vel. Bergið var
almennt gott og var styrkt eftir þörfum með boltum (svæðisbundin stakboltun) og
sprautusteypu. Bergboltarnir voru að meirihluta 3 m innsteypt kambstál en um þriðj-
ungur þeirra eru svokallaðir rörboltar sem eru holir að innan og með ankerisfestingu á
innri enda. Þessir boltar eru grautaðir (innsteyptir) eftir uppsetningu. Tiltölulega lítið var
notað af bergboltun eða einungis 0,61 stykki á metra í göngunum.
Sprautusteypa var notuð almennt í fyrsta sinn í veggöngum hérlendis í Ólafsfjarðarmúla.
Tæplega hálf gangalengdin var ásprautuð meðan á greftri ganganna stóð og mest var
sprautað um miðbik ganganna þar sem flögnun í berginu vegna spennulosunar var
áberandi. Eftir gangagröftinn var ákveðið að ásprauta öll göngin, bæði þak og veggi, til
að auka öryggi og koma í veg fyrir steinlos auk þess að fá sömu áferð á öll göngin.
Sprautusteypan er víða tiltölulega þunn, eða um 20-40 mm en allt upp í 300 mm á
afmörkuðum kafla þar sem brotabelti er. Meðalnotkun var um 1,1 m3/m og meðalþykkt
steypunnar er 40-50 mm. Stáltrefjar voru notaðar í um 70% af vinnustyrkingum meðan á
greftri stóð en ekki í lokstyrkingar. Magn stáltrefja var mjög mikið eða 80 kg/m3.
Breiðadals- og Botnsheiðargöng
Arið 1991 var byrjað á Breiðadals- og Botnsheiðargöngum sem var mikið verk og eru þau
göng enn þau lengstu á landinu; samtals um 9,1 km í heild. Þar voru einnig í fyrsta skipti
gerð tvíbreið veggöng en Tungudalsleggur ganganna (2 km) er tvíbreiður en Botns-
dalsleggur (4 km) og Breiðadalsleggur (3 km) eru einbreiðir með mætingarútskotum.
Jarðfræðilegar aðstæður voru yfirleitt góðar og verkið gekk vel að undanskildum mikl-
um vandræðum og töfum á tímabili vegna gríðarlegs vatnsaga. Bergstyrkingar voru
hefðbundnar má segja, bergboltar og sprautusteypa. Bergboltanotkun var um 1 stk/m og
bergboltar sem vinnustyrking voru yfirleitt 3 m langir, holir rörboltar, endafestir með