Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 296
Mynd 10. Boltanotkun
miðað við þverskurðar-
flatarmál vegganga.
, . , , , , , ,
|2" ! B :
I , i i
fi '5 i i
tn: i
:
i 0 Þv« 4 -Skuió Hflata mái ga 0 7 nga (n 8 i*=) 0 1t )0 /
Mynd 11. Sprautusteypu- notkun miðað við þver- skurðarflatarmál veg- ganga.
Þróun bergstyrkinga
Á myndum 8 og 9 er annars vegar
sýnt magn bergbolta og hins vegar
magn sprautusteypu í mismunandi
veggöngum og eru göngin sýnd í
réttri tímaröð. Af myndunum má
augljóslega sjá umtalsverða aukn-
ingu á styrkingum eftir tíma og er
það ekki endilega vegna þess að
aðstæður hafi versnað. Hafa ber í
huga að jarð- og bergtæknilegar að-
stæður hafa, eins og gefur að skilja,
verið misjafnar. Ýmsir aðrir þættir
hafa áhrif á magn bergstyrkinga, t.d.
stærð (breidd) ganga, kröfur um
öryggi starfsmanna á vinnutíma og
umferðaröryggi til langs tíma en
öryggiskröfur hafa aukist mjög með
árunum. Þá hafa kröfur um fram-
kvæmdahraða einnig aukist. Þessir
þættir hafa óumdeilanlega mikil
áhrif á þá aukningu sem orðið liefur
á bergstyrkingum í veggöngum en
spurningin er þó hversu mikil.
Veggöngin sem sýnd eru á myndum 8 og 9 eru, eins og fram hefur
komið, misjöfn að stærð, þ.e. þverskurðarflatarmál ganganna er
breytilegt, eða allt frá um 25 m2 og upp í um 80 m2. Til að skoða
betur áhrif stærðar (breiddar) á magn bergstyrkinga er sýnt á
myndum 13 og 14 bolta- og sprautusteypunotkun miðað við þver-
skurðarflatarmál ganga.
Á mynd 10 má sjá samband á milli boltanotkunar og stærðar
ganga. Svo virðist sem sambandið sé nokkuð gott ef frá eru talin
þau göng sem eru eldri en Múlagöng. Þó eru undantekningar þar
á og er stærsta frávikið augljóslega hinn tvíbreiði Tungudalsleggur
Breiðadals- og Botnsheiðarganga þar sem einungis 0,69 boltar voru
notaðir á hvern metra ganga. Annað frávik má segja að sé
Fáskrúðsfjarðargöng en þar voru eins og fram hefur komið um 3,2
boltar notaðir á hvern metra ganga.
Á mynd 11 er sýnt samband sprautusteypunotkunar og stærðar
ganga. Þar er einnig augljós samsvörun á milli stærðar ganga og
notkun sprautusteypu.
Notkun bergæðamatskerfa við ákvörðun bergstyrkinga
Undanfarin 30 til 40 ár hafa nokkur berggreiningarkerfi verið notuð erlendis til að
ákvarða gæði bergs með tilliti til jarðgangagerðar. Flest þessara kerfa byggja á talnalegu
mati hinna ýmsu tæknilegu eiginleika bergs og á grundvelli þess er öllu bergi skipt í
gæðaflokka og hverri bergeiningu gefin ein heildareinkunn sem er eins konar mælikvarði
á stöðugleika viðkomandi bergs í jarðgöngum.
294i Árbók VFl/TFl 2006