Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 306
Strandvarnir
Vegagerðin hefur á undanförnum árum styrkt með grjóti farveg Jökulsár. Stærsta átakið
var gert veturinn 2003 í kjölfar mikils rofs sem átti sér stað á bökkum og botni árinnar í
flóði haustið 2002. Búið er að verja árbakka Jökulsár frá lóninu þar til komið er u.þ.b. 300 m
suður fyrir brúna. Þá hafa verið gerðir tveir grjótþröskuldar yfir farveg árinnar, 100 m
ofan og neðan brúarinnar, sem hafa það hlutverk að takmarka rof á árbotninum, draga úr
innstreymi sjávar inn í lónið og auk þess kemur efri þröskuldurinn í veg fyrir að stórir
jakar geti borist niður að brúnni.
Þegar árfarvegurinn var styrktur veturinn 2003 var þess gætt að þær aðgerðir nýttust sem
fyrsti áfangi strandvarna ef sá kostur væri talinn fýsilegur. Teiknuð var ný veglína sem
nýtir núverandi brú en er samt eins fjarri sjónum og kostur er. Skilgreind var varnarlína
fyrir þá veglínu en varnarlínan er sú lína þar sem byggðar verða strandvarnir í framtíð-
inni ef sá kostur verður valinn (Gylfi ísaksson, 1994). Veturinn 2003 var byggður varnar-
garður yfir lægð í landinu á 240 m löngum kafla í varnarlínunni austan Jökulsár. Grjótið
í aðgerðirnar sem unnar voru árið 2003 var tekið úr grjótnámu við Breiðárlón og var þar
um að ræða samtals 60.000 m3 af lausu grjóti og síuefni. Heildarkostnaður var 80 m.kr.
Grjótnáman við Breiðárlón er í 12 km fjarlægð frá Jökulsá og vinnsluspáin fyrir grjót-
námið er 54% > 0,2 tn, 44% > 0,5 tn, 37% > 1,0 tn, 20% > 5 tn and 7% > 20 tn. Mynd 4 sýnir
núverandi veg/raflínu, fyrirhugaða veglínu/raflínu og umrædda varnarlínu.
Sem liður í því að fylgjast með breytingum á svæðinu og til að meta hagkvæmni strand-
varna þá var sjávarbotninn suður af Breiðamerkursandi dýptarmældur árin 1996, 2002 og
2003. Niðurstaðan frá 2003 er sýnd á mynd 6. Mynd 7 sýnir síðan hæðir sjávarbotnsins í
sniðum 9 og 10 fyrir öll árin. Staðsetning varnarlínunnar og vegarins er einnig sýnd á
mynd 7. Sjávarbotninn einkennist af grynningum sem eru u.þ.b. 400 m frá ströndinni, á
um 5 m dýpi. Halli sjávarbotnsins á milli 5 og 10 m dýptarlínanna er 1:60. Síðan dregur
úr hallanum og á milli 10 og 15 m dýptarlínanna er botnhallinn 1:100. Enn utar eykst
síðan halli sjávarbotnsins í átt að Breiðamerkurdýpi. Árið 2003 var fjarlægðin í sniði 9 á
milli varnarlínunnar og 0,0 m (meðalsjávarhæð) hæðarlínu á sjávarþotni 150 m og fjar-
lægðin frá varnarlínunni út í 5 m dýptarlínuna mældist 300 m.
I Mynd 6. Sjávarbotn suður af Breiðamerkursandi, mæling frá 2003. Loftmyndin í bakgrunninum er frá 2003.
3 0 4 | Árbók VFl/TFÍ 2 0 0 6